Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2017 20:00 Gunnar Smári Egilsson segir að flokkurinn muni halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar. Vísir/Stefán Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“ Kosningar 2017 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“
Kosningar 2017 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira