Leyndarmálin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 25. september 2017 07:00 Auðvitað mátti Sigríður Andersen sýna Bjarna Benediktssyni að faðir hans hefði skrifað upp á það að barnaníðingur fengi uppreist æru; held að við séum öll sammála umboðsmanni alþingis um það. Hún mátti líka sýna Bergi Þór Ingólfssyni nöfn þeirra sem mæltu með uppreist æru fyrir árásarmann dóttur hans. Hún mátti meira að segja sýna fjölmiðlamönnum þetta – raunar hverjum sem eftir því leitaði. Það blasir við að slíkar uppáskriftir eru ekki og eiga ekki að vera leyndarmál. Er þetta ekki enn að renna upp fyrir Sjálfstæðismönnum?Geheimrat Níelsson Frá því að Leyndarmálin upphófust og sprengdu ríkisstjórnina á endanum hefur aðeins einn talsmaður Sjálfstæðisflokksins talað eins og maður um þau – talað eins og hann skilji um hvað þetta snýst allt saman. Það er Páll Magnússon. Hann er ekki lögfræðingur heldur stjórnmálafræðingur að mennt og hefur alið mestallan sinn aldur í fjölmiðlum. Hin öll tala eins og kerfisvélmenni. Framganga þeirra hefur verið með nokkrum ólíkindum, alveg frá því að þau gengu öll af fundi til að þurfa ekki að sjá gögnin, sem mann grunar að þau hafi vitað hvað höfðu að geyma. Með lagaþvargi og vífilengjum hefur þessu löglærða fólki ekki bara tekist að búa til leyndarmál úr gögnum sem ættu að liggja fyrir heldur af sérstakri ráðsnilli tengt málstað barnaníðinga beinlínis við Sjálfstæðisflokkinn, mjög að ósekju að sjálfsögðu. Mistökin fólust meðal annars í því að treysta Brynjari Níelssyni fyrir umsýslu málsins; gera hann að einhvers konar leyndarráði flokksins, Geheimrat Níelsson. Brynjar kann að vera ýmsum kostum búinn en hann hefur sem sé um árabil starfað sem verjandi glæpamanna. Þeir verða að sjálfsögðu að njóta þeirra réttinda að fá hæfa menn til að verja sig, en það hvarflar samt að manni að enn eimi eftir af hugsunarhætti verjandans hjá Brynjari í störfum hans; fyrsta viðbragðið sé jafnan að gæta að hagsmunum glæpamannsins eða þess sem telur sig hafa eitthvað að fela en síður hirt um hagsmuni þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á glæpunum, eða hreinlega almennings. Umfram allt felst vandi Sjálfstæðismanna í rótgrónum hugsunarhætti þess sem hugsar út frá leyndinni, tekur sér stöðu þar og telur leynd alltaf vera hinn náttúrulega og eðlilega kost, lítur á vitneskju sem takmarkaða auðlind handa útvöldum; maður starfi út frá þeirri meginforsendu að einungis sé upplýst um það sem úrskurður liggur fyrir um að maður neyðist til að upplýsa; maður segi aðeins frá tilneyddur og alls ekki fleiru en því sem krafist er hverju sinni, hitt hafi maður fyrir sig og sína. Í heilbrigðri stjórnsýslu myndi þessu vera akkúrat öfugt farið: að maður taki sér stöðu í upplýsingunni, segi frá öllu sem spurt sé um en leyni einungis einhverju þegar ástæða sé til.Stjórnfestan Þessi uppreistaræru-þvæla öll er afbragðs gott dæmi um fyrirkomulag sem gleymst hefur inni í kerfinu og er þarna eins og hver annar þornaður ostur í ísskápnum með bláum myglublettum, í stað þess að vera kominn á öskuhauginn með hólmgöngum, fimmtardómi og lýriti. Þegar maður hefur afplánað dóm sinn þá hefur viðkomandi greitt skuld sína við samfélagið og endurheimtir ýmis réttindi sín – en hann hefur að sjálfsögðu ekki náð að friðþægja fyrir brot sín gagnvart þeim sem þau þoldu eða náð að hreinsa nafn sitt í augum samborgara, hvað sem vitnisburði „valinkunnra manna“ kann að líða. Þetta eru leifar af þeim hugsunarhætti að tilteknir góðborgarar hafi svo gott nafn að þeir geti veitt afnot af því góða nafni næstum hvaða labbakútum sem er, svona eins og leigubílstjóri lánar bílinn sinn. Leyndarmálin núna gefa okkur óvænta innsýn í hulið og gamalt valdakerfi, fullt af köngulóarvef og skápaskúmi, þar sem leyndarráðin standa útundir vegg og talast við í hálfum hljóðum um ný og gömul Leyndarmál. Og við tengjum þetta valdakerfi einkum við Sjálfstæðisflokkinn, flokk reglu, já flokk stjórnfestunnar, sem ekkert má síast út um. Þar er gott fólk upp til hópa, alls konar fólk, almenningur sem kýs Sjálfstæðisflokkinn af alls konar ástæðum, sumt af því að það heldur að völdum flokksins fylgi nauðsynleg kyrrð til að byggja upp heilbrigt efnahagslíf og annað vegna þess að það er eiginlega að kjósa sunnudagsútgáfu af lífi sínu þar sem sólin skín og allt blómstrar í nýslegnum garðinum. Alls konar ástæður: munum að milli tuttugu og þrjátíu prósent þeirra sem á vegi okkar verða í dagsins önn eru eða hafa verið kjósendur Sjálfstæðisflokksins, frændur og frænkur, vinir og kunningjar, og fráleitt að tengja það við glæpi og Hrun og alls konar viðurstyggð. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki bara draumurinn um kyrrð og eilífan sunnudag: hann er flokkur kerfisins, flokkur stjórnsýslunnar – já stjórnfestu – ráðstjórnarflokkurinn, flokkur þeirra sem læra lögin og túlka þau; eiga þau; það er ekki tilviljun að úr þeim ranni hefur verið rammasta andstaðan við umbætur á stjórnarskránni: þeir vilja hafa hana óskýrt plagg þar sem hægt er að raða lagakrókum sem útúrsnúningunum er svo vafið upp á af fimi sem tekið hefur aldir að þjálfa upp. Og þjóðfélagið spólar á meðan í stjórnfestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Auðvitað mátti Sigríður Andersen sýna Bjarna Benediktssyni að faðir hans hefði skrifað upp á það að barnaníðingur fengi uppreist æru; held að við séum öll sammála umboðsmanni alþingis um það. Hún mátti líka sýna Bergi Þór Ingólfssyni nöfn þeirra sem mæltu með uppreist æru fyrir árásarmann dóttur hans. Hún mátti meira að segja sýna fjölmiðlamönnum þetta – raunar hverjum sem eftir því leitaði. Það blasir við að slíkar uppáskriftir eru ekki og eiga ekki að vera leyndarmál. Er þetta ekki enn að renna upp fyrir Sjálfstæðismönnum?Geheimrat Níelsson Frá því að Leyndarmálin upphófust og sprengdu ríkisstjórnina á endanum hefur aðeins einn talsmaður Sjálfstæðisflokksins talað eins og maður um þau – talað eins og hann skilji um hvað þetta snýst allt saman. Það er Páll Magnússon. Hann er ekki lögfræðingur heldur stjórnmálafræðingur að mennt og hefur alið mestallan sinn aldur í fjölmiðlum. Hin öll tala eins og kerfisvélmenni. Framganga þeirra hefur verið með nokkrum ólíkindum, alveg frá því að þau gengu öll af fundi til að þurfa ekki að sjá gögnin, sem mann grunar að þau hafi vitað hvað höfðu að geyma. Með lagaþvargi og vífilengjum hefur þessu löglærða fólki ekki bara tekist að búa til leyndarmál úr gögnum sem ættu að liggja fyrir heldur af sérstakri ráðsnilli tengt málstað barnaníðinga beinlínis við Sjálfstæðisflokkinn, mjög að ósekju að sjálfsögðu. Mistökin fólust meðal annars í því að treysta Brynjari Níelssyni fyrir umsýslu málsins; gera hann að einhvers konar leyndarráði flokksins, Geheimrat Níelsson. Brynjar kann að vera ýmsum kostum búinn en hann hefur sem sé um árabil starfað sem verjandi glæpamanna. Þeir verða að sjálfsögðu að njóta þeirra réttinda að fá hæfa menn til að verja sig, en það hvarflar samt að manni að enn eimi eftir af hugsunarhætti verjandans hjá Brynjari í störfum hans; fyrsta viðbragðið sé jafnan að gæta að hagsmunum glæpamannsins eða þess sem telur sig hafa eitthvað að fela en síður hirt um hagsmuni þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á glæpunum, eða hreinlega almennings. Umfram allt felst vandi Sjálfstæðismanna í rótgrónum hugsunarhætti þess sem hugsar út frá leyndinni, tekur sér stöðu þar og telur leynd alltaf vera hinn náttúrulega og eðlilega kost, lítur á vitneskju sem takmarkaða auðlind handa útvöldum; maður starfi út frá þeirri meginforsendu að einungis sé upplýst um það sem úrskurður liggur fyrir um að maður neyðist til að upplýsa; maður segi aðeins frá tilneyddur og alls ekki fleiru en því sem krafist er hverju sinni, hitt hafi maður fyrir sig og sína. Í heilbrigðri stjórnsýslu myndi þessu vera akkúrat öfugt farið: að maður taki sér stöðu í upplýsingunni, segi frá öllu sem spurt sé um en leyni einungis einhverju þegar ástæða sé til.Stjórnfestan Þessi uppreistaræru-þvæla öll er afbragðs gott dæmi um fyrirkomulag sem gleymst hefur inni í kerfinu og er þarna eins og hver annar þornaður ostur í ísskápnum með bláum myglublettum, í stað þess að vera kominn á öskuhauginn með hólmgöngum, fimmtardómi og lýriti. Þegar maður hefur afplánað dóm sinn þá hefur viðkomandi greitt skuld sína við samfélagið og endurheimtir ýmis réttindi sín – en hann hefur að sjálfsögðu ekki náð að friðþægja fyrir brot sín gagnvart þeim sem þau þoldu eða náð að hreinsa nafn sitt í augum samborgara, hvað sem vitnisburði „valinkunnra manna“ kann að líða. Þetta eru leifar af þeim hugsunarhætti að tilteknir góðborgarar hafi svo gott nafn að þeir geti veitt afnot af því góða nafni næstum hvaða labbakútum sem er, svona eins og leigubílstjóri lánar bílinn sinn. Leyndarmálin núna gefa okkur óvænta innsýn í hulið og gamalt valdakerfi, fullt af köngulóarvef og skápaskúmi, þar sem leyndarráðin standa útundir vegg og talast við í hálfum hljóðum um ný og gömul Leyndarmál. Og við tengjum þetta valdakerfi einkum við Sjálfstæðisflokkinn, flokk reglu, já flokk stjórnfestunnar, sem ekkert má síast út um. Þar er gott fólk upp til hópa, alls konar fólk, almenningur sem kýs Sjálfstæðisflokkinn af alls konar ástæðum, sumt af því að það heldur að völdum flokksins fylgi nauðsynleg kyrrð til að byggja upp heilbrigt efnahagslíf og annað vegna þess að það er eiginlega að kjósa sunnudagsútgáfu af lífi sínu þar sem sólin skín og allt blómstrar í nýslegnum garðinum. Alls konar ástæður: munum að milli tuttugu og þrjátíu prósent þeirra sem á vegi okkar verða í dagsins önn eru eða hafa verið kjósendur Sjálfstæðisflokksins, frændur og frænkur, vinir og kunningjar, og fráleitt að tengja það við glæpi og Hrun og alls konar viðurstyggð. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki bara draumurinn um kyrrð og eilífan sunnudag: hann er flokkur kerfisins, flokkur stjórnsýslunnar – já stjórnfestu – ráðstjórnarflokkurinn, flokkur þeirra sem læra lögin og túlka þau; eiga þau; það er ekki tilviljun að úr þeim ranni hefur verið rammasta andstaðan við umbætur á stjórnarskránni: þeir vilja hafa hana óskýrt plagg þar sem hægt er að raða lagakrókum sem útúrsnúningunum er svo vafið upp á af fimi sem tekið hefur aldir að þjálfa upp. Og þjóðfélagið spólar á meðan í stjórnfestu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun