Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2017 06:37 Það fækkar í herbúðum Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Valli Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hann lætur jafnframt af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Úrsögn Ragnars kemur í kjölfar fregna af stofnun nýs stjórnmálaafls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar. Hann lýsti því í bréfi til Framsóknarmanna í gær, sem og í viðtali við Fréttablaðið nú í morgun, hvernig honum hafi aldrei tekist að ná sáttum við „flokkseigendafélagið í Framsókn“ og þau öfl sem vildu hann burt. Því hafi hann ákveðið að segja skilið við flokkinn og stefna á framboð undir merkjum annars stjórnmálaafls þann 28. október næstkomandi.Sjá einnig: Til hvers að starfa með fólkinu sem vill drepa mig?Margir Framsóknarmenn íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn.Þannig sendi Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði skilið við flokkinn og tók í meginatriðum undir yfirlýsingu Sigmundar Davíðs. Formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, Þorgrímur Sigmundsson, lýsti einnig yfir fullum stuðningi við það framboð sem Sigmundur hefur boðað og hvetur hann til allra góðra verka. Formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík sendi að sama skapi tilkynningu í dag þar sem hann tilkynnir afsögn sína. Þar rekur hann jafnframt baráttu grasrótarinnar við gömlu valdhafa Framsóknar - „sem sáu sér til skelfingar að þeir höfðu misst tökin á flokknum. Voru því bakherbergin til sjávar og sveita fyllt af reyk og í flýti hafist handa við að endurheimta Framsóknarflokkinn til gömlu valdamannanna og flokksgæðinga.“ „Það virðist vera að takast, því núsitjandi formaður, -ásamt hans nánustu samverkamönnum, þ.e.a.s. þingmönnum sem skipað hafa annað sætið á lista Framsóknar í landsbyggðarkjördæmunum, langar ekki, -eða hafa ekki getu til að bera klæði á vopnin né heldur skapa sátt. Það sést best á kaldhæðinslegum yfirlýsingum sumra þeirra á samfélagsmiðlum þar sem enginn sátt virðist í sjónmáli eða hvað þá sáttarvilji. Af þessu leiðir að starfi mínu í flokknum er sjálfhætt, ég segi því af mér sem formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og læt einnig af öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,“ segir Ragnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hann lætur jafnframt af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Úrsögn Ragnars kemur í kjölfar fregna af stofnun nýs stjórnmálaafls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar. Hann lýsti því í bréfi til Framsóknarmanna í gær, sem og í viðtali við Fréttablaðið nú í morgun, hvernig honum hafi aldrei tekist að ná sáttum við „flokkseigendafélagið í Framsókn“ og þau öfl sem vildu hann burt. Því hafi hann ákveðið að segja skilið við flokkinn og stefna á framboð undir merkjum annars stjórnmálaafls þann 28. október næstkomandi.Sjá einnig: Til hvers að starfa með fólkinu sem vill drepa mig?Margir Framsóknarmenn íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn.Þannig sendi Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði skilið við flokkinn og tók í meginatriðum undir yfirlýsingu Sigmundar Davíðs. Formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, Þorgrímur Sigmundsson, lýsti einnig yfir fullum stuðningi við það framboð sem Sigmundur hefur boðað og hvetur hann til allra góðra verka. Formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík sendi að sama skapi tilkynningu í dag þar sem hann tilkynnir afsögn sína. Þar rekur hann jafnframt baráttu grasrótarinnar við gömlu valdhafa Framsóknar - „sem sáu sér til skelfingar að þeir höfðu misst tökin á flokknum. Voru því bakherbergin til sjávar og sveita fyllt af reyk og í flýti hafist handa við að endurheimta Framsóknarflokkinn til gömlu valdamannanna og flokksgæðinga.“ „Það virðist vera að takast, því núsitjandi formaður, -ásamt hans nánustu samverkamönnum, þ.e.a.s. þingmönnum sem skipað hafa annað sætið á lista Framsóknar í landsbyggðarkjördæmunum, langar ekki, -eða hafa ekki getu til að bera klæði á vopnin né heldur skapa sátt. Það sést best á kaldhæðinslegum yfirlýsingum sumra þeirra á samfélagsmiðlum þar sem enginn sátt virðist í sjónmáli eða hvað þá sáttarvilji. Af þessu leiðir að starfi mínu í flokknum er sjálfhætt, ég segi því af mér sem formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og læt einnig af öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,“ segir Ragnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00
Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33