Feminísk ádeila og töffaraskapur í sumarlínu Dior Ritstjórn skrifar 26. september 2017 15:15 Glamour/Getty Maria Grazia Chiuri, listrænn stjórnandi Dior, byrjaði daginn á tískuvikunni í París. Sýning hennar fyrir franska tískuhúsið einkenndist af sjöunda áratugnum, rokki og leðri. Maria hefur verið þekkt fyrir feminísk slagorð og setningar á flíkum sínum síðan hún hóf störf hjá Dior og var þetta skiptið ekki frábrugið. Á fyrsta bolnum sem hún sendi niður tískupallinn stóð ,,Why Have There Been No Great Women Artists?", sem er ádeila á hversu erfitt það hefur verið fyrir listakonur að fá athygli í listaheiminum. Einnig tók hún verk eftir listakonuna Niki de Saint Phalle, sem þótti vanmetin árum áður. Síðan Maria tók við keflinu hjá Dior hafa flíkurnar verið aðgengilegri og klæðilegri en fyrri ár. Maria hélt sig við gallaefnið sem hún gerði svo vel fyrir þennan vetur, og voru bæði jakkar og buxur í því efni. Eins og fleiri hönnuðir er Maria að veðja á mótórhjólatískuna, en leðursamfestingar og buxur í þeim voru áberandi í línunni hennar. Sýningin var ekkert sérstaklega litaglöð, en rauði liturinn var þó áberandi, og einnig var vottur af ljósgulum. Hin týpíska ,,franska kona" var áberandi, með alpahúfuna og í skyrtu undir svartan skokk. Maria virðist vera að koma með ferskan andblæ og meiri æsku inn í tískuhúsið, sem er að sjálfsögðu kærkomið. Trendin sem Maria kynnir hér til leiks eru greinilega komin til að vera og verða mjög áberandi fyrir næsta sumar. Glamour fjallar um nokkrar af þessum trendum í Október-blaði Glamour, en það er ekki langt í að það komi í verslanir. Við erum að sjálfsögðu alltaf með puttann á púlsinum! Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Tískuvikan í New York: Wang er mættur aftur Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hann Glamour Vinsælustu skó trend ársins 2016 Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Rán framið á heimili Kendall Jenner Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour „Makeup“ mánudagur Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour
Maria Grazia Chiuri, listrænn stjórnandi Dior, byrjaði daginn á tískuvikunni í París. Sýning hennar fyrir franska tískuhúsið einkenndist af sjöunda áratugnum, rokki og leðri. Maria hefur verið þekkt fyrir feminísk slagorð og setningar á flíkum sínum síðan hún hóf störf hjá Dior og var þetta skiptið ekki frábrugið. Á fyrsta bolnum sem hún sendi niður tískupallinn stóð ,,Why Have There Been No Great Women Artists?", sem er ádeila á hversu erfitt það hefur verið fyrir listakonur að fá athygli í listaheiminum. Einnig tók hún verk eftir listakonuna Niki de Saint Phalle, sem þótti vanmetin árum áður. Síðan Maria tók við keflinu hjá Dior hafa flíkurnar verið aðgengilegri og klæðilegri en fyrri ár. Maria hélt sig við gallaefnið sem hún gerði svo vel fyrir þennan vetur, og voru bæði jakkar og buxur í því efni. Eins og fleiri hönnuðir er Maria að veðja á mótórhjólatískuna, en leðursamfestingar og buxur í þeim voru áberandi í línunni hennar. Sýningin var ekkert sérstaklega litaglöð, en rauði liturinn var þó áberandi, og einnig var vottur af ljósgulum. Hin týpíska ,,franska kona" var áberandi, með alpahúfuna og í skyrtu undir svartan skokk. Maria virðist vera að koma með ferskan andblæ og meiri æsku inn í tískuhúsið, sem er að sjálfsögðu kærkomið. Trendin sem Maria kynnir hér til leiks eru greinilega komin til að vera og verða mjög áberandi fyrir næsta sumar. Glamour fjallar um nokkrar af þessum trendum í Október-blaði Glamour, en það er ekki langt í að það komi í verslanir. Við erum að sjálfsögðu alltaf með puttann á púlsinum!
Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Tískuvikan í New York: Wang er mættur aftur Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hann Glamour Vinsælustu skó trend ársins 2016 Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Rán framið á heimili Kendall Jenner Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour „Makeup“ mánudagur Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour