Fótbolti

Hazard: Tilgangslaust að láta mig verjast

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eden Hazard í leik með Chelsea.
Eden Hazard í leik með Chelsea. Vísir/Getty
Eden Hazard segist hata það að knattspyrnustjóri hans, Antonio Conte, láti hann spila vörn. 

Belginn fótbrotnaði í landsliðsverkefni í byrjun sumars og hefur aðeins byrjað einn leik fyrir Chelsea á tímabilinu, 5-1 sigur á Nottingham Forest í deildarbikarnum í síðustu viku.

„Ekki segja Conte, en þú mátt skrifa að það sé tilgangslaust [að vinna til baka og verjast]. Ef þú verst of mikið þá þreytirðu þig,“ sagði Hazard í viðtali við France Football.

„Ef ég þarf að eyða öllum leiknum í að verjast, gleymdu því þá að það séu einhver not fyrir mig eftir 60. mínútu. Og ég er í góðu formi.“

Hann segist þó vita að hann þurfi að sinna varnarvinnunni ef hann vill halda sér á góðu hliðinni á Conte.

„Það eru leikmenn sem eiga að verjast, en aðrir eru þarna til að sækja,“ sagði Eden Hazard.

Chelsea mætir spænska liðinu Atletico Madrid í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×