Moskva bíður eftir Manchester United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2017 06:00 Það var létt yfir Mourinho á fundinum í gær. vísir/getty Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira
Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira