Heilræði Guðna Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. september 2017 06:00 Sumir stjórnmálamenn sem sátu á Alþingi á árunum fyrir og eftir hrunið segja að skynja hafi mátt eðlisbreytingu í samskiptum við kjósendur fyrir og eftir 6. október 2008. Eðlisbreytingin var sýnileg í þeim skilningi að hún fólst í breyttu viðmóti. Vantraustið var áþreifanlegt. Leiða má líkur að því að aldrei hafi almennilega gróið um heilt vegna þessa djúpstæða vantrausts sem varð í íslensku samfélagi gagnvart löggjafanum og framkvæmdarvaldinu eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Röð erfiðra mála og misheppnaðar tilraunir til að endurheimta traust á stjórnmálunum á Íslandi á síðustu árum hafa síðan gert þessa stöðu enn brothættari. Wintris-málið og Panamaskjölin eyðilögðu þá uppbyggingu sem hafði átt sér stað í sjö ár þar á undan. Mikil útbreiðsla og notkun samfélagsmiðla og kvik umræða á netinu hefur síðan ýtt undir vænisýki stjórnmálamanna sem glíma stundum við óöryggi fyrir. Í bergmálsherbergjum samfélagsmiðlanna er erfitt fyrir stjórnmálamenn að glöggva sig á eigin stöðu þar sem frammistaða þeirra er mæld í rauntíma. Segja má að samfélagsmiðlarnir byrgi stjórnmálamönnunum sýn í þessum skilningi. Þetta er óheppileg og jafnframt flókin staða. Hinn 28. október næstkomandi fara fram þriðju alþingiskosningarnar hér á landi á fjórum árum. Ef marka má skoðanakannanir geta engir tveir flokkar myndað meirihluta í kosningunum. Ákall Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um sterka tveggja flokka ríkisstjórn ætlar ekki að speglast í raunveruleikanum. Hætt er við því að eftir kosningar verði of mikil dreifing á fylginu sem mun leiða til þess að sú pólitíska óvissa sem skapaðist eftir síðustu kosningar og leiddi að lokum til stjórnarkreppu láti á sér kræla á ný. Þetta er staða sem allir tapa á. Að þessu virtu er mikilvægt að kjörnir fulltrúar skynji skyldur sínar og ábyrgð. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, áréttaði þær eftir fund með forsætisráðherra þegar hann féllst á þingrof 18. september: „Engin meirihlutastjórn í sögu lýðveldisins hefur setið skemur en sú sem baðst lausnar í fyrradag. Fólk hlýtur að vænta þess að þeir, sem kjörnir verða til setu á Alþingi í næsta mánuði, geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð og skyldu að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. (…) Þingið er þungamiðja stjórnskipunar okkar; þangað sækja ráðherrar og ríkisstjórn umboð sitt, þangað horfir fólk þegar það æskir endurskoðunar á lögum landsins, og því er svo mikilvægt að þingið njóti virðingar manna á meðal, að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. Í ríkjandi andrúmslofti vantrausts og í ljósi þeirrar óvissu sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur fjölflokkakerfisins er mikilvægt að kjósendur upplifi það ekki sem hugmyndafræðileg svik ef flokkar sem eru á öndverðum meiði í pólitískum skilningi hefji samstarf á grundvelli málamiðlana. Stjórnmálamenn þurfa að kyngja stoltinu og kjósendur einnig ef tryggja á stöðugt stjórnarfar hér á landi sem er orðið löngu tímabært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Sumir stjórnmálamenn sem sátu á Alþingi á árunum fyrir og eftir hrunið segja að skynja hafi mátt eðlisbreytingu í samskiptum við kjósendur fyrir og eftir 6. október 2008. Eðlisbreytingin var sýnileg í þeim skilningi að hún fólst í breyttu viðmóti. Vantraustið var áþreifanlegt. Leiða má líkur að því að aldrei hafi almennilega gróið um heilt vegna þessa djúpstæða vantrausts sem varð í íslensku samfélagi gagnvart löggjafanum og framkvæmdarvaldinu eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Röð erfiðra mála og misheppnaðar tilraunir til að endurheimta traust á stjórnmálunum á Íslandi á síðustu árum hafa síðan gert þessa stöðu enn brothættari. Wintris-málið og Panamaskjölin eyðilögðu þá uppbyggingu sem hafði átt sér stað í sjö ár þar á undan. Mikil útbreiðsla og notkun samfélagsmiðla og kvik umræða á netinu hefur síðan ýtt undir vænisýki stjórnmálamanna sem glíma stundum við óöryggi fyrir. Í bergmálsherbergjum samfélagsmiðlanna er erfitt fyrir stjórnmálamenn að glöggva sig á eigin stöðu þar sem frammistaða þeirra er mæld í rauntíma. Segja má að samfélagsmiðlarnir byrgi stjórnmálamönnunum sýn í þessum skilningi. Þetta er óheppileg og jafnframt flókin staða. Hinn 28. október næstkomandi fara fram þriðju alþingiskosningarnar hér á landi á fjórum árum. Ef marka má skoðanakannanir geta engir tveir flokkar myndað meirihluta í kosningunum. Ákall Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um sterka tveggja flokka ríkisstjórn ætlar ekki að speglast í raunveruleikanum. Hætt er við því að eftir kosningar verði of mikil dreifing á fylginu sem mun leiða til þess að sú pólitíska óvissa sem skapaðist eftir síðustu kosningar og leiddi að lokum til stjórnarkreppu láti á sér kræla á ný. Þetta er staða sem allir tapa á. Að þessu virtu er mikilvægt að kjörnir fulltrúar skynji skyldur sínar og ábyrgð. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, áréttaði þær eftir fund með forsætisráðherra þegar hann féllst á þingrof 18. september: „Engin meirihlutastjórn í sögu lýðveldisins hefur setið skemur en sú sem baðst lausnar í fyrradag. Fólk hlýtur að vænta þess að þeir, sem kjörnir verða til setu á Alþingi í næsta mánuði, geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð og skyldu að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. (…) Þingið er þungamiðja stjórnskipunar okkar; þangað sækja ráðherrar og ríkisstjórn umboð sitt, þangað horfir fólk þegar það æskir endurskoðunar á lögum landsins, og því er svo mikilvægt að þingið njóti virðingar manna á meðal, að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. Í ríkjandi andrúmslofti vantrausts og í ljósi þeirrar óvissu sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur fjölflokkakerfisins er mikilvægt að kjósendur upplifi það ekki sem hugmyndafræðileg svik ef flokkar sem eru á öndverðum meiði í pólitískum skilningi hefji samstarf á grundvelli málamiðlana. Stjórnmálamenn þurfa að kyngja stoltinu og kjósendur einnig ef tryggja á stöðugt stjórnarfar hér á landi sem er orðið löngu tímabært.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun