Kristen Stewart á forsíðu októberblaðs Glamour Ritstjórn skrifar 28. september 2017 08:30 Þá er októberblað Glamour komið út í allri sinni dýrð með engri annarri en töffaranum Kristen Stewart á forsíðunni. Í blaðinu er fókusinn á fegurð og allt það nýjasta í snyrtivöruheiminum þar sem ritstjóri fegurðarkafla Glamour, Harpa Káradóttir, leiðbeinir lesendum í gegnum trend vetrarins þegar kemur að frumskóg snyrtivara. Þar á meðal er fjallað um endurkomu bláa augnskuggans, hinar fullkomnu rauðu varir og hvernig við náum fram þessu svokallaða “no make make up“. Rúmar 50 blaðsíður stútfullar af fræðandi efni sem áhugafólk um snyrtivörur má ekki láta fram hjá sér fara. Einnig er að finna fróðlegt viðtal við Kristen Stewart þar sem hún mátar sig í hlutverk Coco Chanel ásamt gullfallegum myndaþætti. Ein af lykilflíkunum ár eftir ár eru gallabuxurnar og gefum við þeim gott pláss í trendkaflanum. Hvaða snið eru í tísku núna og við förum aðeins yfir sögu gallabuxnanna góðu. Við fjöllum aðeins um trendið að raka af sér hárið en æ fleiri konur eru farnar að losa sig við lokkana - afhverju og hverju breytir það eiginlega fyrir sjálfsmyndina? Fróðleg umfjöllun. Fastir liðir eru svo á sínum stað eins og venjulega enda blaðið, að okkar hlutlausa mati, stofustáss og skyldueign fyrir alla sem hafa áhuga á lífstíl og tísku. Glamour er farið af stað til áskrifenda og á leiðinni í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér. Mest lesið Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Danska fyrirsætan Amanda Norgaard á forsíðu Glamour Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Leikararnir úr Stranger Things mættir á rauða dregilinn á Emmy-hátíðinni Glamour "Afhverju skapaði guð ljótt fólk?" Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour Gigi Hadid nýtt andlit Topshop Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Þakkaði förðunarfræðingnum sínum sérstaklega Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour
Þá er októberblað Glamour komið út í allri sinni dýrð með engri annarri en töffaranum Kristen Stewart á forsíðunni. Í blaðinu er fókusinn á fegurð og allt það nýjasta í snyrtivöruheiminum þar sem ritstjóri fegurðarkafla Glamour, Harpa Káradóttir, leiðbeinir lesendum í gegnum trend vetrarins þegar kemur að frumskóg snyrtivara. Þar á meðal er fjallað um endurkomu bláa augnskuggans, hinar fullkomnu rauðu varir og hvernig við náum fram þessu svokallaða “no make make up“. Rúmar 50 blaðsíður stútfullar af fræðandi efni sem áhugafólk um snyrtivörur má ekki láta fram hjá sér fara. Einnig er að finna fróðlegt viðtal við Kristen Stewart þar sem hún mátar sig í hlutverk Coco Chanel ásamt gullfallegum myndaþætti. Ein af lykilflíkunum ár eftir ár eru gallabuxurnar og gefum við þeim gott pláss í trendkaflanum. Hvaða snið eru í tísku núna og við förum aðeins yfir sögu gallabuxnanna góðu. Við fjöllum aðeins um trendið að raka af sér hárið en æ fleiri konur eru farnar að losa sig við lokkana - afhverju og hverju breytir það eiginlega fyrir sjálfsmyndina? Fróðleg umfjöllun. Fastir liðir eru svo á sínum stað eins og venjulega enda blaðið, að okkar hlutlausa mati, stofustáss og skyldueign fyrir alla sem hafa áhuga á lífstíl og tísku. Glamour er farið af stað til áskrifenda og á leiðinni í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér.
Mest lesið Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Danska fyrirsætan Amanda Norgaard á forsíðu Glamour Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Leikararnir úr Stranger Things mættir á rauða dregilinn á Emmy-hátíðinni Glamour "Afhverju skapaði guð ljótt fólk?" Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour Gigi Hadid nýtt andlit Topshop Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Þakkaði förðunarfræðingnum sínum sérstaklega Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour