Enn af andvaraleysi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. september 2017 05:00 Fyrr í vikunni vakti undirritaður athygli á áhyggjum Embættis landlæknis af lakri ásókn í bólusetningu hér á landi og var sú staðreynd sett í samhengi við þá tilhneigingu okkar að skilgreina núverandi ástand sem stöðugt og óbreytilegt. Að þeir sem telja bólusetningu óþarfa séu í raun álíka afvegaleiddir og þeir sem telja hana vera skaðlega. Önnur hlið á sama peningi er notkun okkar á sýklalyfjum og útbreiðsla sýklalyfjaónæmis. Rétt eins og með bóluefnið er erfitt að ímynda sér heim án sýklalyfja. Við þekktum þennan heim fyrir ekki svo mörgum árum. Við sáum það hvernig minnsti skurður gat þróast í lífshættuleg meiðsli og vorum vel meðvituð um það hversu hættulegur barnsburður gat verið fyrir móður og barn. Við höfum engan áhuga á að snúa aftur í þennan heim, en því miður stefnum við þangað. Eftir sex áratugi af nær hömlulausri notkun á sýklalyfjum blasir öld ónæmis við. Heilbrigðisyfirvöld vítt og breitt um heiminn berjast ekki við óvæntan óvin um þessar mundir. Þvert á móti. Sjálfur Alexander Fleming, maðurinn sem færði okkur töfralyfið, varaði okkur við: „Sá dagur mun koma að pensilín verður aðgengilegt öllum. Þá er hætta á að hinn fávísi noti lyfið í of litlu magni og örverur hans komist í tæri við lyfið í vægu magni svo ónæmi myndast.“ Þetta sagði Fleming þegar hann tók við Nóbelsverðlaunum í læknisfræði árið 1945. Í dag skilgreinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ónæmisvandann sem einhverja mestu áskorun okkar kynslóðar. Ónæmi er náttúrulegt fyrirbæri og að vissu leyti óumflýjanlegt. En með skynsamlegri notkun sýklalyfja í mönnum og dýrum er hægt að hægja á þessari þróun. Það hefur ekki tekist hingað til. Enn fremur hefur á allra síðustu áratugum hægt verulega á þróun nýrra sýklalyfja. Áskoranir í þróun nýrra sýklalyfja eru í senn af vísindalegum toga og efnahagslegum. Þetta er flókin vísindavinna og kostnaðarsöm sem óvíst er að borgi sig nema þá á löngum tíma. Hér á Íslandi þarf að leggja í verulegt átak til að stöðva útbreiðslu sýklalyfjaónæmis enda var nýverið sýnt fram á að sýklalyfjanotkun jókst árið 2016 borið saman við árið á undan. Stórkostlegar uppgötvanir eins og sýklalyf og bóluefni eiga það til að hverfa í bakgrunninn, þó svo að þær séu forsenda framfara og þess blómaskeiðs sem við fengum – vonandi ekki óverðskuldað – í vöggugjöf. Þegar við stöndum á öxlum risa og horfum fram á veginn megum við ekki gleyma fótfestu okkar, þá sérstaklega þegar óveðursskýin hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Fyrr í vikunni vakti undirritaður athygli á áhyggjum Embættis landlæknis af lakri ásókn í bólusetningu hér á landi og var sú staðreynd sett í samhengi við þá tilhneigingu okkar að skilgreina núverandi ástand sem stöðugt og óbreytilegt. Að þeir sem telja bólusetningu óþarfa séu í raun álíka afvegaleiddir og þeir sem telja hana vera skaðlega. Önnur hlið á sama peningi er notkun okkar á sýklalyfjum og útbreiðsla sýklalyfjaónæmis. Rétt eins og með bóluefnið er erfitt að ímynda sér heim án sýklalyfja. Við þekktum þennan heim fyrir ekki svo mörgum árum. Við sáum það hvernig minnsti skurður gat þróast í lífshættuleg meiðsli og vorum vel meðvituð um það hversu hættulegur barnsburður gat verið fyrir móður og barn. Við höfum engan áhuga á að snúa aftur í þennan heim, en því miður stefnum við þangað. Eftir sex áratugi af nær hömlulausri notkun á sýklalyfjum blasir öld ónæmis við. Heilbrigðisyfirvöld vítt og breitt um heiminn berjast ekki við óvæntan óvin um þessar mundir. Þvert á móti. Sjálfur Alexander Fleming, maðurinn sem færði okkur töfralyfið, varaði okkur við: „Sá dagur mun koma að pensilín verður aðgengilegt öllum. Þá er hætta á að hinn fávísi noti lyfið í of litlu magni og örverur hans komist í tæri við lyfið í vægu magni svo ónæmi myndast.“ Þetta sagði Fleming þegar hann tók við Nóbelsverðlaunum í læknisfræði árið 1945. Í dag skilgreinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ónæmisvandann sem einhverja mestu áskorun okkar kynslóðar. Ónæmi er náttúrulegt fyrirbæri og að vissu leyti óumflýjanlegt. En með skynsamlegri notkun sýklalyfja í mönnum og dýrum er hægt að hægja á þessari þróun. Það hefur ekki tekist hingað til. Enn fremur hefur á allra síðustu áratugum hægt verulega á þróun nýrra sýklalyfja. Áskoranir í þróun nýrra sýklalyfja eru í senn af vísindalegum toga og efnahagslegum. Þetta er flókin vísindavinna og kostnaðarsöm sem óvíst er að borgi sig nema þá á löngum tíma. Hér á Íslandi þarf að leggja í verulegt átak til að stöðva útbreiðslu sýklalyfjaónæmis enda var nýverið sýnt fram á að sýklalyfjanotkun jókst árið 2016 borið saman við árið á undan. Stórkostlegar uppgötvanir eins og sýklalyf og bóluefni eiga það til að hverfa í bakgrunninn, þó svo að þær séu forsenda framfara og þess blómaskeiðs sem við fengum – vonandi ekki óverðskuldað – í vöggugjöf. Þegar við stöndum á öxlum risa og horfum fram á veginn megum við ekki gleyma fótfestu okkar, þá sérstaklega þegar óveðursskýin hrannast upp við sjóndeildarhringinn.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun