Hrikaleg byrjun á fyrstu holu hjá Ólafíu á Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf keppni í nótt á LPGA móti á Nýja Sjálandi en þetta er 21. mótið á bandarísku atvinnumannamótaröðinni á þessu ári hjá henni. Það fór ekki vel hjá okkar konu á þessum fyrsta hring og byrjunin var skelfileg. Ólafía Þórunn fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu og síðan sex skolla til viðbótar. Hún endaði á því að spila á 78 höggum eða sex höggum yfir pari. Ólafía er í 114. sæti eftir fyrsta hringinn og þarf að spila miklu miklu betur á öðrum hring ætli hún að ná niðurskurðinum á mótinu. Ólafía náði þó fugli á tveimur holum í röð á hringnum en hún spilaði holur 9 og 10 báðar á einu höggi undir pari. Það voru hinsvegar einu fuglarnir hennar í nótt. Ólafía Þórunn var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni og besti árangur hennar á einu móti er 4. sæti. Hún er því í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu þar sem hún reynir að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili. Golf Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf keppni í nótt á LPGA móti á Nýja Sjálandi en þetta er 21. mótið á bandarísku atvinnumannamótaröðinni á þessu ári hjá henni. Það fór ekki vel hjá okkar konu á þessum fyrsta hring og byrjunin var skelfileg. Ólafía Þórunn fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu og síðan sex skolla til viðbótar. Hún endaði á því að spila á 78 höggum eða sex höggum yfir pari. Ólafía er í 114. sæti eftir fyrsta hringinn og þarf að spila miklu miklu betur á öðrum hring ætli hún að ná niðurskurðinum á mótinu. Ólafía náði þó fugli á tveimur holum í röð á hringnum en hún spilaði holur 9 og 10 báðar á einu höggi undir pari. Það voru hinsvegar einu fuglarnir hennar í nótt. Ólafía Þórunn var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni og besti árangur hennar á einu móti er 4. sæti. Hún er því í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu þar sem hún reynir að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.
Golf Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira