Liðsfélagi Gylfa: Tryggði Everton þrjú stig um síðustu helgi en má ekki spila í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar Oumar Niasse í leiknum um síðustu helgi. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson og félagar spila í Evrópudeildinni í kvöld en bjargvætturinn frá síðustu helgi fær þó ekki að fara í búning. Everton tapaði 3-0 á móti Atalanta á útivelli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur Apollon Limassol í heimsókn á Goodison Park. Það stefndi í fjórða deildartapið í röð um síðustu helgi þegar Everton var 1-0 undir á móti Bournemouth þegar aðeins tíu mínútur voru eftir af leiknum. Ronaldo Koeman ákvað þá að senda Oumar Niasse inn á sem varmann og það borgaði sig heldur betur. Oumar Niasse skoraði tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Everton langþráðan sigur. Senegalski landsliðsmaðurinn má hinsvegar ekki spila á móti Apollon í kvöld og það er algjörlega Ronald Koeman sjálfum að kenna. BBC segir frá. Koeman valdi hann nefnilega ekki í Evrópudeildarhópinn sinn og mun Oumar Niasse því ekki getað spilað Evrópuleiki liðsins í vetur. „Við urðum að taka þessa ákvörðun fyrir löngu síðan. Þegar þessi ákvörðun var tekin var staðan allt önnur en núna,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. Ronald Koeman er líka án fleiri lykilmanna í þessum leik því varnarmennirnir öflugu Phil Jagielka og Michael Keane eru báðir meiddir og á meiðslalistanum eru ennþá miðjumaðurinn Ross Barkley (tognun aftan í læri), varnarmennirnir Ramiro Funes Mori (hné) og Seamus Coleman (fótbrot) og svo framherjinn Yannick Bolasie (hné).Oumar Niasse kom úr frystikistunni um síðustu helgi.Vísir/Getty Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar spila í Evrópudeildinni í kvöld en bjargvætturinn frá síðustu helgi fær þó ekki að fara í búning. Everton tapaði 3-0 á móti Atalanta á útivelli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur Apollon Limassol í heimsókn á Goodison Park. Það stefndi í fjórða deildartapið í röð um síðustu helgi þegar Everton var 1-0 undir á móti Bournemouth þegar aðeins tíu mínútur voru eftir af leiknum. Ronaldo Koeman ákvað þá að senda Oumar Niasse inn á sem varmann og það borgaði sig heldur betur. Oumar Niasse skoraði tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Everton langþráðan sigur. Senegalski landsliðsmaðurinn má hinsvegar ekki spila á móti Apollon í kvöld og það er algjörlega Ronald Koeman sjálfum að kenna. BBC segir frá. Koeman valdi hann nefnilega ekki í Evrópudeildarhópinn sinn og mun Oumar Niasse því ekki getað spilað Evrópuleiki liðsins í vetur. „Við urðum að taka þessa ákvörðun fyrir löngu síðan. Þegar þessi ákvörðun var tekin var staðan allt önnur en núna,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. Ronald Koeman er líka án fleiri lykilmanna í þessum leik því varnarmennirnir öflugu Phil Jagielka og Michael Keane eru báðir meiddir og á meiðslalistanum eru ennþá miðjumaðurinn Ross Barkley (tognun aftan í læri), varnarmennirnir Ramiro Funes Mori (hné) og Seamus Coleman (fótbrot) og svo framherjinn Yannick Bolasie (hné).Oumar Niasse kom úr frystikistunni um síðustu helgi.Vísir/Getty
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira