Heimir: Hrikalega gott fyrir strákana að þekkja lætin út í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:49 Frá leik Íslands og Tyrklands úti í Tyrklandi árið 2015. Tyrkir tryggðu sig inn á EM með sigri. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er að fara með íslenska landsliðið inn í gríðarlega erfiðan og mikilvægan í undankeppni HM 2018. Ísland mætir þá Tyrklandi úti í Tyrklandi en bæði liðin eiga möguleika á að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Tyrkir eru með tveimur stigum færra en íslenska liðið en þeir geta komist upp fyrir Ísland með sigri. Íslenska landsliðið fór líka út til Tyrklands í lok síðustu undankeppni en strákarnir voru þá búnir að tryggja sig farseðilinn á EM í Frakklandi 2016. Tyrkir unnu leikinn 1-0 og tryggðu sér með því sæti á EM en Heimir segir að íslenska liðið græði mikið á því að hafa spilað þennan leik út í Tyrklandi fyrir tveimur árum. „Það er mikið undir, það verður stemmning og það verða læti. Það kæmi ekki á óvart að einhver spjöld kæmu í þessum leik,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í dag. „Við gerum okkur grein fyrir því þegar við förum til Tyrklands og mætir Kósóvó hér heima að við getum átt mjög flotta frammistöðu en samt tapað. Þetta eru það jöfn lið að það er ekkert sjálfgefið að við fáum þrjú stig þrátt fyrir góða frammistöðu,“ sagði Heimir.„Tyrkir eru sterkir á heimavelli og tapa ekki mörgum stigum þar. Það eru fjögur lið í góðri stöðu í riðlinum og með örlögin í sínum höndum. Þetta eru ekki við sem eigum þetta því það eru fjögur lið í góðri stöðu. Fjögur stig ættu að vera nægjanleg til að ná öðru sæti en sex stigi væru auðvitað betra,“ sagði Heimir. Tyrkir hafa ekki tapað stigi á heimavelli sínum og unnu Króatíu, 1-0 í síðasta leik. Þeir hafa bara fengið á sig eitt mark á heimavelli. „Við höfum spilað út í Tyrklandi í leik sem skipti öllu máli fyrir Tyrkir líkt og þessi. Það er hrikalega gott að hafa spilað þann leik því það er mikil reynsla sem fór inn í hópinn í þeim leik. Það er gott að geta klippt til ýmsa þætti eins og stemmninguna á vellinum, lætin og umgjörðina. Bara til að setja þá í þá stöðu að vera þarna aftur í huganum,“ sagði Heimir. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í riðlinum fyrir lokaumferðina. ABCDEFGHI2. umf. Sjá alla Sun 11.júnKl. 16:00Finnland1-2ÚkraínaSun 11.júnKl. 18:45Ísland1-0KróatíaSun 11.júnKl. 18:45Kosovo1-4TyrklandLau 2.sepKl. 16:00Finnland-ÍslandLau 2.sepKl. 18:45Úkraína-TyrklandLau 2.sepKl. 18:45Króatía-Kosovo StaðanLUJTMS1.Króatía641111-2132.Ísland64119-6133.Tyrkland632111-6114.Úkraína63219-5115.Finnland60154-1016.Kosovo60153-181 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er að fara með íslenska landsliðið inn í gríðarlega erfiðan og mikilvægan í undankeppni HM 2018. Ísland mætir þá Tyrklandi úti í Tyrklandi en bæði liðin eiga möguleika á að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Tyrkir eru með tveimur stigum færra en íslenska liðið en þeir geta komist upp fyrir Ísland með sigri. Íslenska landsliðið fór líka út til Tyrklands í lok síðustu undankeppni en strákarnir voru þá búnir að tryggja sig farseðilinn á EM í Frakklandi 2016. Tyrkir unnu leikinn 1-0 og tryggðu sér með því sæti á EM en Heimir segir að íslenska liðið græði mikið á því að hafa spilað þennan leik út í Tyrklandi fyrir tveimur árum. „Það er mikið undir, það verður stemmning og það verða læti. Það kæmi ekki á óvart að einhver spjöld kæmu í þessum leik,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í dag. „Við gerum okkur grein fyrir því þegar við förum til Tyrklands og mætir Kósóvó hér heima að við getum átt mjög flotta frammistöðu en samt tapað. Þetta eru það jöfn lið að það er ekkert sjálfgefið að við fáum þrjú stig þrátt fyrir góða frammistöðu,“ sagði Heimir.„Tyrkir eru sterkir á heimavelli og tapa ekki mörgum stigum þar. Það eru fjögur lið í góðri stöðu í riðlinum og með örlögin í sínum höndum. Þetta eru ekki við sem eigum þetta því það eru fjögur lið í góðri stöðu. Fjögur stig ættu að vera nægjanleg til að ná öðru sæti en sex stigi væru auðvitað betra,“ sagði Heimir. Tyrkir hafa ekki tapað stigi á heimavelli sínum og unnu Króatíu, 1-0 í síðasta leik. Þeir hafa bara fengið á sig eitt mark á heimavelli. „Við höfum spilað út í Tyrklandi í leik sem skipti öllu máli fyrir Tyrkir líkt og þessi. Það er hrikalega gott að hafa spilað þann leik því það er mikil reynsla sem fór inn í hópinn í þeim leik. Það er gott að geta klippt til ýmsa þætti eins og stemmninguna á vellinum, lætin og umgjörðina. Bara til að setja þá í þá stöðu að vera þarna aftur í huganum,“ sagði Heimir. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í riðlinum fyrir lokaumferðina. ABCDEFGHI2. umf. Sjá alla Sun 11.júnKl. 16:00Finnland1-2ÚkraínaSun 11.júnKl. 18:45Ísland1-0KróatíaSun 11.júnKl. 18:45Kosovo1-4TyrklandLau 2.sepKl. 16:00Finnland-ÍslandLau 2.sepKl. 18:45Úkraína-TyrklandLau 2.sepKl. 18:45Króatía-Kosovo StaðanLUJTMS1.Króatía641111-2132.Ísland64119-6133.Tyrkland632111-6114.Úkraína63219-5115.Finnland60154-1016.Kosovo60153-181
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira