Manndráp á Melunum: Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 15:17 Frá vettvangi á Hagamel í síðustu viku. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09
Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00
Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent