Manndráp á Melunum: Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 15:17 Frá vettvangi á Hagamel í síðustu viku. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09
Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00
Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32