Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 19:02 Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins.
Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira