Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Haraldur Guðmundsson skrifar 29. september 2017 06:00 Fósturvísarnir úr Aberdeen Angus holdanautgripum frá Noregi voru teknir í maí. Nordicphotos/Getty Eigendur þriggja jarða í Skaftárhreppi, sem ætla að koma upp stærsta nautgripabúi landsins, segja að slátrun á skoska holdanautinu Aberdeen Angus, ræktuðu úr nýjum fósturvísum, geti hafist þar eftir fjögur ár. Telja þeir að kjötið muni uppfylla strangar kröfur Costco. Fósturvísar úr holdakúnum, sem eru skoskar að uppruna en ræktaðar víða um heim, eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði frá Noregi. Þeir verða í kjölfarið settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi sem verður opnuð á næstu vikum. Stjórnvöld heimiluðu innflutning á fósturvísunum um mitt ár 2015 en holdanautastofninn hér er innræktaður og gamall. „Það eru til Angus-gripir í landinu sem eru af gömlu sæði, úr tveimur gripum sem voru teknir til landsins og eru bræður, og það hefur ekki tekist að rækta almennilega úr því. Að mestu leyti hefur nautakjötsframleiðsla á Íslandi verið hliðargrein og aukaafurð. Menn eru kannski að nota ýmsa kima í fjósum og gert þetta margir með vinstri hendinni með mjólkurframleiðslu,“ segir Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Skaftárhreppi sem er nú á lokametrunum í uppbyggingu nautgripabúsins ásamt eigendum bæjanna Efri-Eyjar og Grundar í sömu sveit. „Eggin eru ekta Aberdeen Angus, bæði faðir og móðir eru af því kyni, og það er búið að velja þessa gripi til undaneldis og þetta er úrvalsefni. Allir ræktendur hér á landi hlakka til að þess að fá þetta efni. Þetta er það kyn sem hefur tekist að skapa hvað besta nafnið með og fer í fínar búðir í Bandaríkjunum,“ segir Örn. Bændurnir í Skaftárhreppi eru nú með hátt í 300 gripi úr því erfðaefni sem þegar er til í landinu. Vilja þeira skipta þeim út og geta hýst yfir 700 gripi af skoska kynstofninum á komandi árum. Þar verður eingöngu stunduð kjötræktun en slátrun hófst þar fyrr á þessu ári. „Við stefnum að því að vera með þetta í sterku eldi, slátra á réttum tíma áður en það myndast sinar, og ég gæti trúað því að það sem Costco-menn eru að segja sé að gæðin hér séu mismunandi og of mikill óstöðugleiki,“ segir Örn og vísar í ummæli Steve Pappas, varaforseta Costco í Evrópu, á opnum fundi Íslandsbanka á þriðjudag. Pappas greindi þar frá þeirri skoðun Costco að íslenskt nautakjöt væri ekki af sömu gæðum og innlent svínakjöt, kjúklingur og fiskur. Í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Pappas að fyrirtækið stefni ekki að framleiðslu á nautakjöti hér á landi í nánustu framtíð. Það sé ágætt í gæðum en ekki sambærilegt því sem neytendum í Norður-Ameríku og Bretlandi býðst. Birtist í Fréttablaðinu Costco Flóahreppur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Eigendur þriggja jarða í Skaftárhreppi, sem ætla að koma upp stærsta nautgripabúi landsins, segja að slátrun á skoska holdanautinu Aberdeen Angus, ræktuðu úr nýjum fósturvísum, geti hafist þar eftir fjögur ár. Telja þeir að kjötið muni uppfylla strangar kröfur Costco. Fósturvísar úr holdakúnum, sem eru skoskar að uppruna en ræktaðar víða um heim, eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði frá Noregi. Þeir verða í kjölfarið settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi sem verður opnuð á næstu vikum. Stjórnvöld heimiluðu innflutning á fósturvísunum um mitt ár 2015 en holdanautastofninn hér er innræktaður og gamall. „Það eru til Angus-gripir í landinu sem eru af gömlu sæði, úr tveimur gripum sem voru teknir til landsins og eru bræður, og það hefur ekki tekist að rækta almennilega úr því. Að mestu leyti hefur nautakjötsframleiðsla á Íslandi verið hliðargrein og aukaafurð. Menn eru kannski að nota ýmsa kima í fjósum og gert þetta margir með vinstri hendinni með mjólkurframleiðslu,“ segir Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Skaftárhreppi sem er nú á lokametrunum í uppbyggingu nautgripabúsins ásamt eigendum bæjanna Efri-Eyjar og Grundar í sömu sveit. „Eggin eru ekta Aberdeen Angus, bæði faðir og móðir eru af því kyni, og það er búið að velja þessa gripi til undaneldis og þetta er úrvalsefni. Allir ræktendur hér á landi hlakka til að þess að fá þetta efni. Þetta er það kyn sem hefur tekist að skapa hvað besta nafnið með og fer í fínar búðir í Bandaríkjunum,“ segir Örn. Bændurnir í Skaftárhreppi eru nú með hátt í 300 gripi úr því erfðaefni sem þegar er til í landinu. Vilja þeira skipta þeim út og geta hýst yfir 700 gripi af skoska kynstofninum á komandi árum. Þar verður eingöngu stunduð kjötræktun en slátrun hófst þar fyrr á þessu ári. „Við stefnum að því að vera með þetta í sterku eldi, slátra á réttum tíma áður en það myndast sinar, og ég gæti trúað því að það sem Costco-menn eru að segja sé að gæðin hér séu mismunandi og of mikill óstöðugleiki,“ segir Örn og vísar í ummæli Steve Pappas, varaforseta Costco í Evrópu, á opnum fundi Íslandsbanka á þriðjudag. Pappas greindi þar frá þeirri skoðun Costco að íslenskt nautakjöt væri ekki af sömu gæðum og innlent svínakjöt, kjúklingur og fiskur. Í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Pappas að fyrirtækið stefni ekki að framleiðslu á nautakjöti hér á landi í nánustu framtíð. Það sé ágætt í gæðum en ekki sambærilegt því sem neytendum í Norður-Ameríku og Bretlandi býðst.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Flóahreppur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira