Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð virðist kljúfa Framsókn í tvennt Vísir/Auðunn „Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. Vísar Grétar til þess að Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með 7,3 prósenta fylgi en Framsóknarflokkurinn, gamli flokkur Sigmundar, 6,4 prósent. Grétar segir þó að könnunin sé gerð ofan í það að Sigmundur sé búinn að eiga sviðið í nokkra daga. Til að mynda vegna fregna af því að ýmsir hafi yfirgefið Framsóknarflokkinn með leiðtoganum fyrrverandi. „Við höfum ekkert séð á spilin hjá honum enn þá. Það er ekki búið að birta neina stefnu. Ég held við þurfum að bíða og sjá viðbrögð annarra og hvaða stefnu flokkurinn setur á borðið áður en við getum farið að segja hvernig staðan verður,“ segir Grétar og bætir því við að vika geti verið langur tími. Björt framtíð mælist nú með 2,5 prósenta fylgi en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi fyrr í september. Ýmsir sökuðu flokkinn um að hafa slitið samstarfinu til þess að auka fylgi sitt. „Hafi Björt framtíð sprengt ríkisstjórnina til að reyna að bæta stöðu sína í könnunum held ég að það hafi mistekist hrapallega. Það er heldur alls ekkert víst að það hafi verið aðalástæðan,“ segir Grétar en flokksmenn sögðu ástæðuna trúnaðarbrest. Samkvæmt könnuninni mælast Vinstri græn stærst með 24,7 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent. Spútnikflokkurinn Flokkur fólksins mælist í 8,5 prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
„Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. Vísar Grétar til þess að Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með 7,3 prósenta fylgi en Framsóknarflokkurinn, gamli flokkur Sigmundar, 6,4 prósent. Grétar segir þó að könnunin sé gerð ofan í það að Sigmundur sé búinn að eiga sviðið í nokkra daga. Til að mynda vegna fregna af því að ýmsir hafi yfirgefið Framsóknarflokkinn með leiðtoganum fyrrverandi. „Við höfum ekkert séð á spilin hjá honum enn þá. Það er ekki búið að birta neina stefnu. Ég held við þurfum að bíða og sjá viðbrögð annarra og hvaða stefnu flokkurinn setur á borðið áður en við getum farið að segja hvernig staðan verður,“ segir Grétar og bætir því við að vika geti verið langur tími. Björt framtíð mælist nú með 2,5 prósenta fylgi en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi fyrr í september. Ýmsir sökuðu flokkinn um að hafa slitið samstarfinu til þess að auka fylgi sitt. „Hafi Björt framtíð sprengt ríkisstjórnina til að reyna að bæta stöðu sína í könnunum held ég að það hafi mistekist hrapallega. Það er heldur alls ekkert víst að það hafi verið aðalástæðan,“ segir Grétar en flokksmenn sögðu ástæðuna trúnaðarbrest. Samkvæmt könnuninni mælast Vinstri græn stærst með 24,7 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent. Spútnikflokkurinn Flokkur fólksins mælist í 8,5 prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira