Forsetapartý á Forsetabikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 09:30 Forsetarnir þrír fyrir framan forsetabikarinn. Frá vinstri: Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama. Vísir/Getty Tólfti Forsetabikarinn í golfi hófst í New Jersey í Bandaríkjunum gær en þar mætast úrvalslið Bandaríkjanna og alþjóðalið kylfinga utan Evrópu. Keppnin er í anda Ryder-bikarsins þar sem Bandaríkin mætir Evrópu en Bandaríkjamenn eru nú á heimavelli í Forsetabikarnum í fyrsta sinn frá árinu 2013. Steve Stricker er fyrirliði bandaríska liðsins en Simbabve-maðurinn Nick Price er fyrirliði heimsliðsins. Tiger Woods, Fred Couples, Davis Love og Jim Furyk eru aðstoðarmenn Stricker. Bandaríska liðið hefur titil að verja en liðið vann 15,5-14,5 þegar Forsetabikarinn fór fram síðast árið 2015. Bandaríkjamenn hafa reyndar unnið Forsetabikarinn sex sinnum í röð. Það vakti athygli að þegar menn í Liberty National gólfklúbbnum í Jersey City settu Forsetabikarinn í gær að þar voru þrír fyrrverandi forsetar mættir á svæðið og því sannkallað forsetapartý. Þetta er í fyrsta sinn sem þrír forsetar hafa verið meðal áhorfenda síðan að keppnin var sett á laggirnar árið 1994.The Presidents Cup being all Presidential. pic.twitter.com/vxkDGmobwT — FOX Sports (@FOXSports) September 28, 2017 42. forseti Bandaríkjanna Bill Clinton (1993-2001), 43. forseti Bandaríkjanna George W. Bush (2002-2009) og 44. forseti Bandaríkjanna Barack Obama (2009-2017) voru á svæðinu en núverandi forseti, Donald Trump, var hvergi sjáanlegur. Bill Clinton og George W. Bush eru báðir 71 árs gamlir en Barack Obama er 56 ára. Tim Mickelson, bróðir bandaríska kylfingsins Phil Mickelson, hafði mjög gaman af þessu og náði að skella í eina „sjálfu“ með þremur forsetum.When you can take a selfie with three US Presidents, you do it!! pic.twitter.com/E3pNlZ07gs — Tim Mickelson (@goodwalkspoiled) September 28, 2017 Staðan eftir fyrsta dag er 3,5 - 1,5 fyrir bandaríska liðið en keppt var fimm fjórmenningum í gær. Bandarísku pörin Justin Thomas/Rickie Fowler, Dustin Johnson/Matt Kuchar og Patrick Reed/Jordan Spieth unnu sína leiki en Branden Grace og Louis Oosthuizen unnu saman eina sigur alþjóðaliðsins. Jason Day/Marc Leishman urðu síðan að sættast á jafntefli á móti Phil Mickelson og Kevin Kisner. Golf Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
Tólfti Forsetabikarinn í golfi hófst í New Jersey í Bandaríkjunum gær en þar mætast úrvalslið Bandaríkjanna og alþjóðalið kylfinga utan Evrópu. Keppnin er í anda Ryder-bikarsins þar sem Bandaríkin mætir Evrópu en Bandaríkjamenn eru nú á heimavelli í Forsetabikarnum í fyrsta sinn frá árinu 2013. Steve Stricker er fyrirliði bandaríska liðsins en Simbabve-maðurinn Nick Price er fyrirliði heimsliðsins. Tiger Woods, Fred Couples, Davis Love og Jim Furyk eru aðstoðarmenn Stricker. Bandaríska liðið hefur titil að verja en liðið vann 15,5-14,5 þegar Forsetabikarinn fór fram síðast árið 2015. Bandaríkjamenn hafa reyndar unnið Forsetabikarinn sex sinnum í röð. Það vakti athygli að þegar menn í Liberty National gólfklúbbnum í Jersey City settu Forsetabikarinn í gær að þar voru þrír fyrrverandi forsetar mættir á svæðið og því sannkallað forsetapartý. Þetta er í fyrsta sinn sem þrír forsetar hafa verið meðal áhorfenda síðan að keppnin var sett á laggirnar árið 1994.The Presidents Cup being all Presidential. pic.twitter.com/vxkDGmobwT — FOX Sports (@FOXSports) September 28, 2017 42. forseti Bandaríkjanna Bill Clinton (1993-2001), 43. forseti Bandaríkjanna George W. Bush (2002-2009) og 44. forseti Bandaríkjanna Barack Obama (2009-2017) voru á svæðinu en núverandi forseti, Donald Trump, var hvergi sjáanlegur. Bill Clinton og George W. Bush eru báðir 71 árs gamlir en Barack Obama er 56 ára. Tim Mickelson, bróðir bandaríska kylfingsins Phil Mickelson, hafði mjög gaman af þessu og náði að skella í eina „sjálfu“ með þremur forsetum.When you can take a selfie with three US Presidents, you do it!! pic.twitter.com/E3pNlZ07gs — Tim Mickelson (@goodwalkspoiled) September 28, 2017 Staðan eftir fyrsta dag er 3,5 - 1,5 fyrir bandaríska liðið en keppt var fimm fjórmenningum í gær. Bandarísku pörin Justin Thomas/Rickie Fowler, Dustin Johnson/Matt Kuchar og Patrick Reed/Jordan Spieth unnu sína leiki en Branden Grace og Louis Oosthuizen unnu saman eina sigur alþjóðaliðsins. Jason Day/Marc Leishman urðu síðan að sættast á jafntefli á móti Phil Mickelson og Kevin Kisner.
Golf Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira