Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 07:02 Frá þinginu í Genf í gær. Twitter Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu. Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu.
Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna