Kosningabaráttan fer á flug upp úr helginni Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2017 14:13 Reikna má með að kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar í lok október hefjist fyrir alvöru strax upp úr helginni. Framboðslistar flestra framboða munu liggja fyrir um helgina eða snemma í næstu viku en hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verður skipan lista í kjördæmunum tveimur óbreytt að því frátöldu að Ólöf Nordal féll frá á þessu kjörtímabili. Myndin af framboðum stjórnmálaflokkanna tekur að skýrast mikið um helgina. Þannig ættu listar Samfylkingarinnar allir að liggja fyrir um helgina og á þriðjudag, Flokkur fólksins gengur frá framboðsmálum sínum á morgun og prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum lýkur sömuleiðis á morgun. Vinstri græn stilla upp listum alls staðar nema í Suðvesturkjördæmi þar sem fram fer forval á mánudag um sex efstu sæti listans og framboðslistar Framsóknar, Miðflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ættu allir að liggja fyrir áður en næsta vika er liðin. Myndin er farin að skýrast hjá Sjálfstæðisflokknum sem að öllu óbreyttu mun stilla upp listum í öllum kjördæmum og taka mið af prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Gísli Kr. Björnsson formaður kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík segir að ákveðið hafi verið á fulltrúaráðsfundi á miðvikudag að skipa sjö manna kjörnefnd fyrir Reykjavíkurkjördæmin samkvæmt samræmdum reglum Sjálfstæðisflokksins um röðun á lista. „Í röðun eru valmöguleikarnir þeir að það er hægt að kjósa í sæti og síðan er líka hægt að fela kjörnefndinni að stilla upp í sæti. Fundurinn tók ákvörðun um að stilla listanum í heild sinni upp og miðað yrði við sömu sæti og komu út úr prófkjörunum í fyrra,” segir Gísli. Að því frátöldu að sjálfsögðu að fylla þarf skarð Ólafar Nordal fyrrverandi varaformanns flokksins sem féll frá fyrr á þessu ári. Sameiginlegur listi flokksins í Reykjavík færist því allur upp um eitt sæti. „Þetta var ákveðið svona á fulltrúaráðsfundinum og verður lagt fram til staðfestingar á fulltrúaráðsfundi á morgun. Þannig að listinn ætti að vera tilbúinn á morgun.“Rifjaðu aðeins upp fyrir okkur, hvernig verður þá röðin á kannski fyrstu sex sætunum? „Í Reykjavík norður yrðu það Guðlaugur Þór, Áslaug Arna og Birgir Ármannsson. Í Reykjavík suður yrðu það Brynjar Níelsson, Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir,“ segir Gísli. Líklegast verði sami háttur hafður á hjá Sjálfstæðisflokknum í öðrum kjördæmum og stillt upp á listana miðað við prófkjör fyrir síðustu kosningar.Fjárhagur flokkanna misjafn fyrir kosningar Flokkarnir standa misjafnlega að vígi fjárhagslega enda stutt frá síðustu kosningum. Birgitta Jónsdóttir hefur upplýst að Píratar séu skuldlausir, samkvæmt ársreikningi Viðreisnar skuldar flokkurinn rúmar tíu milljónir og í ársreikningi sem Vinstri græn voru að skila til Ríkisendurskoðunar kemur fram að flokkurinn hafi skuldað tæpar 20 milljónir eftir síðustu kosningar en náð að greiða þær skuldir upp í febrúar síðast liðnum. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að flokkurinn þurfi að taka um 20 milljónir að láni fyrir kosningabaráttunni nú. En aðrir flokkar en Viðreisn og Vinstri græn hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2016 til Ríkisendurskoðunar. Gísli segir kosningabaráttu alltaf erfiða fjárhagslega en framkvæmdastjórn flokksins muni hliðra til í fjármálum flokksins til að allt gangi upp og kosningabaráttan í Reykjavík hefjist væntanlega strax eftir helgina. „Já, við skulum vona það. Að þá geysist Sjálfstæðismenn í Reykjavík fram völlinn og fylki sér á bak við þennan lista,“ segir Gísli Kr. Björnsson. Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Reikna má með að kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar í lok október hefjist fyrir alvöru strax upp úr helginni. Framboðslistar flestra framboða munu liggja fyrir um helgina eða snemma í næstu viku en hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verður skipan lista í kjördæmunum tveimur óbreytt að því frátöldu að Ólöf Nordal féll frá á þessu kjörtímabili. Myndin af framboðum stjórnmálaflokkanna tekur að skýrast mikið um helgina. Þannig ættu listar Samfylkingarinnar allir að liggja fyrir um helgina og á þriðjudag, Flokkur fólksins gengur frá framboðsmálum sínum á morgun og prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum lýkur sömuleiðis á morgun. Vinstri græn stilla upp listum alls staðar nema í Suðvesturkjördæmi þar sem fram fer forval á mánudag um sex efstu sæti listans og framboðslistar Framsóknar, Miðflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ættu allir að liggja fyrir áður en næsta vika er liðin. Myndin er farin að skýrast hjá Sjálfstæðisflokknum sem að öllu óbreyttu mun stilla upp listum í öllum kjördæmum og taka mið af prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Gísli Kr. Björnsson formaður kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík segir að ákveðið hafi verið á fulltrúaráðsfundi á miðvikudag að skipa sjö manna kjörnefnd fyrir Reykjavíkurkjördæmin samkvæmt samræmdum reglum Sjálfstæðisflokksins um röðun á lista. „Í röðun eru valmöguleikarnir þeir að það er hægt að kjósa í sæti og síðan er líka hægt að fela kjörnefndinni að stilla upp í sæti. Fundurinn tók ákvörðun um að stilla listanum í heild sinni upp og miðað yrði við sömu sæti og komu út úr prófkjörunum í fyrra,” segir Gísli. Að því frátöldu að sjálfsögðu að fylla þarf skarð Ólafar Nordal fyrrverandi varaformanns flokksins sem féll frá fyrr á þessu ári. Sameiginlegur listi flokksins í Reykjavík færist því allur upp um eitt sæti. „Þetta var ákveðið svona á fulltrúaráðsfundinum og verður lagt fram til staðfestingar á fulltrúaráðsfundi á morgun. Þannig að listinn ætti að vera tilbúinn á morgun.“Rifjaðu aðeins upp fyrir okkur, hvernig verður þá röðin á kannski fyrstu sex sætunum? „Í Reykjavík norður yrðu það Guðlaugur Þór, Áslaug Arna og Birgir Ármannsson. Í Reykjavík suður yrðu það Brynjar Níelsson, Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir,“ segir Gísli. Líklegast verði sami háttur hafður á hjá Sjálfstæðisflokknum í öðrum kjördæmum og stillt upp á listana miðað við prófkjör fyrir síðustu kosningar.Fjárhagur flokkanna misjafn fyrir kosningar Flokkarnir standa misjafnlega að vígi fjárhagslega enda stutt frá síðustu kosningum. Birgitta Jónsdóttir hefur upplýst að Píratar séu skuldlausir, samkvæmt ársreikningi Viðreisnar skuldar flokkurinn rúmar tíu milljónir og í ársreikningi sem Vinstri græn voru að skila til Ríkisendurskoðunar kemur fram að flokkurinn hafi skuldað tæpar 20 milljónir eftir síðustu kosningar en náð að greiða þær skuldir upp í febrúar síðast liðnum. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að flokkurinn þurfi að taka um 20 milljónir að láni fyrir kosningabaráttunni nú. En aðrir flokkar en Viðreisn og Vinstri græn hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2016 til Ríkisendurskoðunar. Gísli segir kosningabaráttu alltaf erfiða fjárhagslega en framkvæmdastjórn flokksins muni hliðra til í fjármálum flokksins til að allt gangi upp og kosningabaráttan í Reykjavík hefjist væntanlega strax eftir helgina. „Já, við skulum vona það. Að þá geysist Sjálfstæðismenn í Reykjavík fram völlinn og fylki sér á bak við þennan lista,“ segir Gísli Kr. Björnsson.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira