Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu 10. september 2017 17:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty „Ég reyndi að gera hlutina einfalt, völlurinn hentaði mér vel, ég var að slá vel, koma mér í færi og púttin voru að falla,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, aðspurð út í spilamennskuna um helgina er íþróttadeild 365 heyrði í henni þegar hún var nýlent í Frakklandi fyrr í dag. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi lenti Ólafía í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis á LPGA-mótaröðinni en örn á lokaholunni skaut henni upp í fjórða sætið.Sjá einnig:Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni „Það var auðvitað frábært að sjá það detta, ég var búinn að vera nálægt því að setja nokkur innáhögg niður og það datt loksins þarna,“ sagði Ólafía sem fékk rúmlega tíu milljónir íslenskra króna fyrir árangur sinn á mótinu. „Ég reyndi bara að halda mér í núinu, einblína á að klára þar sem lokaholurnar á vellinum voru erfiðar. Það var góð tilfinning að klára svona vel.“ Fyrir vikið skaust Ólafía upp um 39. sæti á peningalistanum, alla leiðina upp í 67. sæti en 100 efstu kylfingar halda þátttökuréttinum á mótaröðinni. „Það er ekki bara að ná meðal hundrað efstu, ef maður er meðal efstu 80 kylfingana færðu meira val um hvaða mót þú tekur þátt á. Þá fæ ég þátttökurétt á öðrum mótum þar sem það er enginn niðurskurður sem er bara frábært.“Sjá einnig:Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Ólafía verður meðal þátttakenda á Evian-mótinu um næstu helgi, síðasta risamóti ársins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Frakklandi við landamærin að Sviss. „Þetta veitir mér sjálfstraust fyrir mótið, ég hef spilað völlinn sem Evian-mótið er á áður svo ég kannast við hann og það hjálpar mér vonandi. Ég lék þarna í úrtökumóti á síðasta ári og það hjálpar við undirbúninginn.“ Nánar verður rætt við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún er á leiðinni til Nýja-Sjálands á mót þegar mótinu lýkur í Frakklandi. Golf Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
„Ég reyndi að gera hlutina einfalt, völlurinn hentaði mér vel, ég var að slá vel, koma mér í færi og púttin voru að falla,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, aðspurð út í spilamennskuna um helgina er íþróttadeild 365 heyrði í henni þegar hún var nýlent í Frakklandi fyrr í dag. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi lenti Ólafía í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis á LPGA-mótaröðinni en örn á lokaholunni skaut henni upp í fjórða sætið.Sjá einnig:Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni „Það var auðvitað frábært að sjá það detta, ég var búinn að vera nálægt því að setja nokkur innáhögg niður og það datt loksins þarna,“ sagði Ólafía sem fékk rúmlega tíu milljónir íslenskra króna fyrir árangur sinn á mótinu. „Ég reyndi bara að halda mér í núinu, einblína á að klára þar sem lokaholurnar á vellinum voru erfiðar. Það var góð tilfinning að klára svona vel.“ Fyrir vikið skaust Ólafía upp um 39. sæti á peningalistanum, alla leiðina upp í 67. sæti en 100 efstu kylfingar halda þátttökuréttinum á mótaröðinni. „Það er ekki bara að ná meðal hundrað efstu, ef maður er meðal efstu 80 kylfingana færðu meira val um hvaða mót þú tekur þátt á. Þá fæ ég þátttökurétt á öðrum mótum þar sem það er enginn niðurskurður sem er bara frábært.“Sjá einnig:Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Ólafía verður meðal þátttakenda á Evian-mótinu um næstu helgi, síðasta risamóti ársins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Frakklandi við landamærin að Sviss. „Þetta veitir mér sjálfstraust fyrir mótið, ég hef spilað völlinn sem Evian-mótið er á áður svo ég kannast við hann og það hjálpar mér vonandi. Ég lék þarna í úrtökumóti á síðasta ári og það hjálpar við undirbúninginn.“ Nánar verður rætt við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún er á leiðinni til Nýja-Sjálands á mót þegar mótinu lýkur í Frakklandi.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira