Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 07:00 Stórvinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku hafa fagnað mörgum mörkum í upphafi tímabils. vísir/getty Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Stórleikur kvöldsins fer fram í Barcelona þar sem heimamenn mæta Juventus í D-riðli. Þessi lið mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Börsungar höfðu betur, 3-1. Juventus, sem hefur orðið ítalskur meistari sex ár í röð, fór einnig í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 4-1 fyrir Real Madrid. Í hinum leik D-riðilsins mætast Olympiacos og Sporting. Hvorugt þessara liða ætti að ógna Barcelona og Juventus. Manchester United er komið aftur í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Evrópudeildarmeistararnir fá Basel í heimsókn í A-riðli í kvöld. Basel hefur oft gert enskum liðum grikk í Meistaradeildinni og henti United meðal annars úr keppni 2012. Benfica og CSKA Moskva mætast svo í Lissabon í sama riðli. Neymar og Kylian Mbappé þreyta frumraun sína með Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni þegar liðið sækir Celtic heim á Celtic Park. Í hinum leik B-riðilsins fær Bayern München Anderlecht í heimsókn á Allianz Arena. Líkt og United er Chelsea aftur komið í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Englandsmeistararnir hefja leik gegn Qarabag frá Aserbaísjan. Hinn leikurinn í C-riðli er einkar áhugaverður en þar tekur Roma á móti Atlético Madrid sem hefur komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Fjórir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og þá verður hægt að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Glódís með á æfingu Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Stórleikur kvöldsins fer fram í Barcelona þar sem heimamenn mæta Juventus í D-riðli. Þessi lið mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Börsungar höfðu betur, 3-1. Juventus, sem hefur orðið ítalskur meistari sex ár í röð, fór einnig í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 4-1 fyrir Real Madrid. Í hinum leik D-riðilsins mætast Olympiacos og Sporting. Hvorugt þessara liða ætti að ógna Barcelona og Juventus. Manchester United er komið aftur í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Evrópudeildarmeistararnir fá Basel í heimsókn í A-riðli í kvöld. Basel hefur oft gert enskum liðum grikk í Meistaradeildinni og henti United meðal annars úr keppni 2012. Benfica og CSKA Moskva mætast svo í Lissabon í sama riðli. Neymar og Kylian Mbappé þreyta frumraun sína með Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni þegar liðið sækir Celtic heim á Celtic Park. Í hinum leik B-riðilsins fær Bayern München Anderlecht í heimsókn á Allianz Arena. Líkt og United er Chelsea aftur komið í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Englandsmeistararnir hefja leik gegn Qarabag frá Aserbaísjan. Hinn leikurinn í C-riðli er einkar áhugaverður en þar tekur Roma á móti Atlético Madrid sem hefur komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Fjórir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og þá verður hægt að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Glódís með á æfingu Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Sjá meira