Mourinho og Conte segja ensku úrvalsdeildina of sterka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Jose Mourinho og Antonio Conte Vísir/getty Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira
Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira
Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00