Stelpa gengur inn á bar… Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2017 07:00 Um helgina var blásið til stórrar hátíðar á Háskólasvæðinu. Þar skemmti ég mér með vinum mínum og drakk bjór og hló og dansaði. Frábærlega skemmtilegt! Fyrir utan eitt leiðinlegt atvik sem er því miður jafnframt það eftirminnilegasta. Ég fór ein í bjórleiðangur og var næst í röðinni við barinn. Allt í einu var kippt í hárið á mér. Ég sneri mér við. Enginn kunnuglegur sjáanlegur. Þetta var kannski bara eitthvað tilfallandi, óvart. Ég sneri mér að barnum. Þá var aftur kippt í hárið á mér. Ég gerði ekkert. En svo var kippt í þriðja sinn. Og ég sneri mér við og þar stóð strákur, sem var strax farinn að fórna höndum í svona klassísku „þetta var ekki ég“-mómenti, og hann benti á vin sinn. Sökudólginn. Og oft nennir maður ekki eða þorir ekki að taka slaginn. En ég var brjáluð. Ég spurði þá af hverju þeir væru að þessu. Hverju þeir hygðust eiginlega ná þarna fram. Annar firrti sig enn ábyrgð, benti bara flissandi á vin sinn, sem starði út í loftið og sagði ekki neitt. Honum var lífsins ómögulegt að horfa í augun á mér en gat samt áreitt mig án þess að blikka auga. Þetta var kannski ekki háalvarlegt tilvik – en áreiti samt sem áður. Innrás á persónu mína og hlutgerving. Áreiti sem var gúdderað og haldið til streitu alveg þangað til strákarnir voru krafðir svara. Þangað til þeir stóðu allt í einu frammi fyrir manneskju en ekki bara „stelpu á barnum“. Og þá var ekki gengist við neinu. Hvað segir það okkur? Ræðið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Markaðir Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Um helgina var blásið til stórrar hátíðar á Háskólasvæðinu. Þar skemmti ég mér með vinum mínum og drakk bjór og hló og dansaði. Frábærlega skemmtilegt! Fyrir utan eitt leiðinlegt atvik sem er því miður jafnframt það eftirminnilegasta. Ég fór ein í bjórleiðangur og var næst í röðinni við barinn. Allt í einu var kippt í hárið á mér. Ég sneri mér við. Enginn kunnuglegur sjáanlegur. Þetta var kannski bara eitthvað tilfallandi, óvart. Ég sneri mér að barnum. Þá var aftur kippt í hárið á mér. Ég gerði ekkert. En svo var kippt í þriðja sinn. Og ég sneri mér við og þar stóð strákur, sem var strax farinn að fórna höndum í svona klassísku „þetta var ekki ég“-mómenti, og hann benti á vin sinn. Sökudólginn. Og oft nennir maður ekki eða þorir ekki að taka slaginn. En ég var brjáluð. Ég spurði þá af hverju þeir væru að þessu. Hverju þeir hygðust eiginlega ná þarna fram. Annar firrti sig enn ábyrgð, benti bara flissandi á vin sinn, sem starði út í loftið og sagði ekki neitt. Honum var lífsins ómögulegt að horfa í augun á mér en gat samt áreitt mig án þess að blikka auga. Þetta var kannski ekki háalvarlegt tilvik – en áreiti samt sem áður. Innrás á persónu mína og hlutgerving. Áreiti sem var gúdderað og haldið til streitu alveg þangað til strákarnir voru krafðir svara. Þangað til þeir stóðu allt í einu frammi fyrir manneskju en ekki bara „stelpu á barnum“. Og þá var ekki gengist við neinu. Hvað segir það okkur? Ræðið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun