Jafnrétti kynjanna er málefni kvenna og karla Eva Magnúsdóttir skrifar 13. september 2017 07:00 ,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Markaðir Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar