Átta leikir fóru fram í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina með öruggum 3-0 sigri á APOEL í H-riðli. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid og Sergio Ramos eitt. Þetta í þrítugasta sinn sem Ronaldo skorar tvö mörk eða meira í leik í Meistaradeildinni.
Í hinum leik H-riðils vann Tottenham 3-1 sigur á Borussia Dortmund á Wembley.
Liverpool og Sevilla gerðu 2-2 jafntefli í E-riðli. Hinum leik riðilsins, milli Maribor og Spartak Moskva, lyktaði einnig með jafntefli, 1-1.
Manchester City vann fyrirhafnarlítinn sigur á Feyenoord í F-riðli. Lokatölur 0-4, City í vil.
Í hinum leik riðilsins vann Shakhtar Donetsk góðan sigur á Napoli, 2-1.
Í G-riðli gerðu RB Leipzig og Monaco 1-1 jafntefli í fyrsta Meistaradeildarleik þýska liðsins og Besiktas vann 1-3 útisigur á Porto.
Úrslit kvöldsins:
E-riðill:
Liverpool 2-2 Sevilla
0-1 Wissam Ben Yedder (5.), 1-1 Roberto Firmino (21.), 1-2 Mohamed Salah (37.), 2-2 Joaquín Correa (72.).
Rautt spjald: Joe Gomez, Liverpool (90+4.).
Maribor 1-1 Spartak Moskva
0-1 Aleksandr Samedov (59.), 1-1 Damjan Bohar (85.).
F-riðill:
Feyenoord 0-4 Man City
0-1 John Stones (2.), 0-2 Sergio Agüero (10.), 0-3 Gabriel Jesus (25.), 0-4 Stones (63.).
Shakhtar Donetsk 2-1 Napoli
1-0 Taison (15.), 2-0 Facundo Ferreyra (58.), 2-1 Arkadiusz Milik, víti (71.).
G-riðill:
RB Leipzig 1-1 Monaco
1-0 Emil Forsberg (33.), 1-1 Youri Tielemans (34.).
Porto 1-3 Besiktas
0-1 Anderson Talisca (13.), 1-1 Dusko Tosic, sjálfsmark (21.), 1-2 Cenk Tosun (28.), 1-3 Ryan Babel (87.).
H-riðill:
Tottenham 3-1 Dortmund
1-0 Son Heung-Min (4.), 1-1 Andriy Yarmalenko (11.), 2-1 Harry Kane (13.), 3-1 Kane (60.).
Rautt spjald: Jan Vertonghen, Tottenham (90+2.).
Real Madrid 3-0 APOEL
1-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-0 Ronaldo, víti (51.), 3-0 Sergio Ramos (61.).
Evrópumeistararnir byrja vel | Öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni
Tengdar fréttir

Engin Wembley-vandræði hjá Tottenham | Sjáðu mörkin
Harry Kane skoraði tvívegis þegar Tottenham vann 3-1 sigur á Borussia Dortmund í H-riðli.

City-menn tóku hollensku meistarana í bakaríið
Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Feyenoord að velli í Rotterdam í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 0-4, City í vil.

Sevilla náði í stig á Anfield
Liverpool og Sevilla skildu jöfn, 2-2, á Anfield í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.