Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Ritstjórn skrifar 14. september 2017 12:15 Myndir: H&M Haustherferð H&M 2017 hefur litið dagsins ljós, en ofurfyrirsætan Naomi Campbell er þar aðalmálið. Mikið er um glamúr í línunni, skarpa jakka og kvenleika. Skínandi silfur, prjónapeysur og kokteilkjólar eru meðal annars það sem línan hefur upp á að bjóða. Í herferðarmyndbandi línunnar tekur Naomi Campbell okkur á næturlífið í Tókýó, þar sem aðrar ofurfyrirsætur koma líka fyrir. „Tókýó er klárlega ein af mínum uppáhalds borgum. Í tökunum klæddist ég dökkri tvíhnepptri buxnadragt sem er án efa ein af mínum uppáhalds flíkum úr haustlínunni. Ég myndi sjálf klæðast dragtinni á svipaðan hátt og ég var í myndbandinu, alveg hneppt upp en samt sést í smá húð svo það myndast skemmtilegt jafnvægi af kvenlega og karlæga stílnum,“ segir Naomi Campell um línuna. Línan kemur í búðir þann 21. september næstkomandi, og er án efa hægt að finna sér margt fallegt fyrir veturinn. Næturlíf Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Mótorkross á tískupallinn hjá Rihönnu Glamour Saga Sig myndar Gala Gonzalez Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Long hair, don´t care Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour
Haustherferð H&M 2017 hefur litið dagsins ljós, en ofurfyrirsætan Naomi Campbell er þar aðalmálið. Mikið er um glamúr í línunni, skarpa jakka og kvenleika. Skínandi silfur, prjónapeysur og kokteilkjólar eru meðal annars það sem línan hefur upp á að bjóða. Í herferðarmyndbandi línunnar tekur Naomi Campbell okkur á næturlífið í Tókýó, þar sem aðrar ofurfyrirsætur koma líka fyrir. „Tókýó er klárlega ein af mínum uppáhalds borgum. Í tökunum klæddist ég dökkri tvíhnepptri buxnadragt sem er án efa ein af mínum uppáhalds flíkum úr haustlínunni. Ég myndi sjálf klæðast dragtinni á svipaðan hátt og ég var í myndbandinu, alveg hneppt upp en samt sést í smá húð svo það myndast skemmtilegt jafnvægi af kvenlega og karlæga stílnum,“ segir Naomi Campell um línuna. Línan kemur í búðir þann 21. september næstkomandi, og er án efa hægt að finna sér margt fallegt fyrir veturinn.
Næturlíf Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Mótorkross á tískupallinn hjá Rihönnu Glamour Saga Sig myndar Gala Gonzalez Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Long hair, don´t care Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour