Með 30 prósent sjón eftir tappaslys Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2017 10:00 Á myndinni til vinstri má sjá hvernig augasteinn Þóru dregst ekki saman. Þóra Björg Ingimundardóttir fékk töluverða áverka á auga í síðasta mánuði þegar tappi af Floridana ávaxtasafa skaust í auga hennar með miklum krafti. Eftir slysið var varan innkölluð og Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu um slysahættu vegna plastflasknanna. Síðan þá hefur Þóra fengið smá sjón í augað aftur og reiknast sjón hennar nú hátt í 30 prósent.Hún fór nýverið til læknis sem varð var við skemmdir á sjónhimnu Þóru sem er átján ára gömul. Augasteinn hennar er verulega skemmdur. Hún þarf því að fara í aðgerð til að skipta um hann.Ekki víst að hún fái fulla sjón aftur „Það er svolítið mikið vesen út af því að gerviaugasteinar duga ekki rosa lengi. Ég mun því örugglega þurfa að fara nokkrum sínum í þessa aðgerð í framtíðinni,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Læknarnir vildu ekki segja til um hvort að Þóra fengi fulla sjón aftur þar sem sjónhimnan hafi orðið fyrir skemmdum. Það skapi mikla óvissu. Bólgan sem Þóra fékk eftir slysið er að mestu farin, en eftir eru ör í auga hennar. Tappinn fór með slíkum krafti í auga hennar að hann gerði skurð á augnlokið og náði inn á augað sjálft. Augasteinn hennar dregst þó ekki lengur saman og fær hún mikinn hausverk af því að vera í mikilli birtu. Því ber hún lepp yfir auganu til að hlífa sér frá birtunni. Þóra var ekki sú eina sem lenti í svona slysi, en Svavar Þór Georgsson fékk einnig tappa í augað á svipuðum tíma.Sjá einnig: Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“Þóra segir þó að fólk hafi sent sig í samband við sig sem hafi svipaðar sögur að segja og þær nái allt að fimm ár aftur í tímann. Í byrjun þessa mánaðar birti Hrafn Garðarsson myndband af sér þar sem hann opnaði sambærilega flösku. Þar mátti sjá tappann skjótast af með miklum krafti. Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur. Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ sagði Hrafn. Von á niðurstöðu rannsóknarAndri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði í lok ágúst að málið væri til rannsóknar hjá fyrirtækinu. Öllum steinum yrði velt, samband yrði haft við erlenda umbúðaframleiðendur og vélbúnaður fyrirtækisins skoðaður. „Það er enn verið að vinna hörðum höndum í þessu,“ segir Andri nú í samtali við Vísi. „Niðurstaðan er væntanleg á næstu dögum.“ Ölgerðin hefur verið í samskiptum við móður Þóru og Andri segir að fyrirtækið ætli að vera í samráði við þær um framhaldið. Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þóra Björg Ingimundardóttir fékk töluverða áverka á auga í síðasta mánuði þegar tappi af Floridana ávaxtasafa skaust í auga hennar með miklum krafti. Eftir slysið var varan innkölluð og Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu um slysahættu vegna plastflasknanna. Síðan þá hefur Þóra fengið smá sjón í augað aftur og reiknast sjón hennar nú hátt í 30 prósent.Hún fór nýverið til læknis sem varð var við skemmdir á sjónhimnu Þóru sem er átján ára gömul. Augasteinn hennar er verulega skemmdur. Hún þarf því að fara í aðgerð til að skipta um hann.Ekki víst að hún fái fulla sjón aftur „Það er svolítið mikið vesen út af því að gerviaugasteinar duga ekki rosa lengi. Ég mun því örugglega þurfa að fara nokkrum sínum í þessa aðgerð í framtíðinni,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Læknarnir vildu ekki segja til um hvort að Þóra fengi fulla sjón aftur þar sem sjónhimnan hafi orðið fyrir skemmdum. Það skapi mikla óvissu. Bólgan sem Þóra fékk eftir slysið er að mestu farin, en eftir eru ör í auga hennar. Tappinn fór með slíkum krafti í auga hennar að hann gerði skurð á augnlokið og náði inn á augað sjálft. Augasteinn hennar dregst þó ekki lengur saman og fær hún mikinn hausverk af því að vera í mikilli birtu. Því ber hún lepp yfir auganu til að hlífa sér frá birtunni. Þóra var ekki sú eina sem lenti í svona slysi, en Svavar Þór Georgsson fékk einnig tappa í augað á svipuðum tíma.Sjá einnig: Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“Þóra segir þó að fólk hafi sent sig í samband við sig sem hafi svipaðar sögur að segja og þær nái allt að fimm ár aftur í tímann. Í byrjun þessa mánaðar birti Hrafn Garðarsson myndband af sér þar sem hann opnaði sambærilega flösku. Þar mátti sjá tappann skjótast af með miklum krafti. Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur. Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ sagði Hrafn. Von á niðurstöðu rannsóknarAndri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði í lok ágúst að málið væri til rannsóknar hjá fyrirtækinu. Öllum steinum yrði velt, samband yrði haft við erlenda umbúðaframleiðendur og vélbúnaður fyrirtækisins skoðaður. „Það er enn verið að vinna hörðum höndum í þessu,“ segir Andri nú í samtali við Vísi. „Niðurstaðan er væntanleg á næstu dögum.“ Ölgerðin hefur verið í samskiptum við móður Þóru og Andri segir að fyrirtækið ætli að vera í samráði við þær um framhaldið.
Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50
Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00
Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37
Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47