Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 09:10 Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar. vísir/getty Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. Hundruð þúsunda þeirra hafa lagt á flótta frá Mjanmar til Bangladess en Suu Kyi hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að bregðast ekki við og reyna að koma í veg fyrir ofbeldið sem Rohingjar hafa orðið fyrir. Suu Kyi mætti ekki á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram en ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu. Kvaðst hún meðvituð um að augu heimsins beinist nú að ástandinu í Rakhine-héraði þó að hún hafi aldrei í ávarpinu minnsti á Rohingjanna beint heldur talað almennt um Múslima og hópa þeirra. Sagðist Suu Kyi ekki óttast að fram færi alþjóðleg rannsókn á því sem þar hefði átt sér stað en að ríkisstjórn landsins þyrfti að komast að því hvað hefði raunverulega átt sér stað í héraðinu. Sameinuðu þjóðirnar segja morðin á Rohingja-múslimum skólabókardæmi um þjóðernishreinsanir. „Það hafa verið ásakanir fram og til baka og við verðum að hlusta á þær allar. Við verðum að vera viss um að þessar ásakanir séu byggðar á sönnunargögnum áður en við förum í einhverjar aðgerðir,“ sagði Suu Kyi. „Við viljum vita hvers vegna þessi fólksflótti er. Við viljum bæði tala við þá sem hafa flúið og þá sem hafa verið áfram í héraðinu.“ Meira en 400 þúsund Rohingja-múslimar hafa fluið Rakhine-hérað síðan í ágúst. Þeir dvelja í yfirfullum flóttamannabúðum í Bangladess og hafa þaðan sagt umheiminum frá nauðgunum, morðum og pyntingum sem þeir hafa sætt af hálfum hersins í Mjanmar. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. Hundruð þúsunda þeirra hafa lagt á flótta frá Mjanmar til Bangladess en Suu Kyi hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að bregðast ekki við og reyna að koma í veg fyrir ofbeldið sem Rohingjar hafa orðið fyrir. Suu Kyi mætti ekki á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram en ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu. Kvaðst hún meðvituð um að augu heimsins beinist nú að ástandinu í Rakhine-héraði þó að hún hafi aldrei í ávarpinu minnsti á Rohingjanna beint heldur talað almennt um Múslima og hópa þeirra. Sagðist Suu Kyi ekki óttast að fram færi alþjóðleg rannsókn á því sem þar hefði átt sér stað en að ríkisstjórn landsins þyrfti að komast að því hvað hefði raunverulega átt sér stað í héraðinu. Sameinuðu þjóðirnar segja morðin á Rohingja-múslimum skólabókardæmi um þjóðernishreinsanir. „Það hafa verið ásakanir fram og til baka og við verðum að hlusta á þær allar. Við verðum að vera viss um að þessar ásakanir séu byggðar á sönnunargögnum áður en við förum í einhverjar aðgerðir,“ sagði Suu Kyi. „Við viljum vita hvers vegna þessi fólksflótti er. Við viljum bæði tala við þá sem hafa flúið og þá sem hafa verið áfram í héraðinu.“ Meira en 400 þúsund Rohingja-múslimar hafa fluið Rakhine-hérað síðan í ágúst. Þeir dvelja í yfirfullum flóttamannabúðum í Bangladess og hafa þaðan sagt umheiminum frá nauðgunum, morðum og pyntingum sem þeir hafa sætt af hálfum hersins í Mjanmar.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38
Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00