Minnst þriggja flokka meirihluti í boði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. september 2017 19:30 Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton
Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira