Heimir: Strákarnir gefast aldrei upp | Sjáðu blaðamannafund Heimis og Arons 1. september 2017 09:51 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00