Heimir: Strákarnir gefast aldrei upp | Sjáðu blaðamannafund Heimis og Arons 1. september 2017 09:51 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00