Wales sigraði Austurríki í lokaleik dagsins í D-riðli undankeppni HM í Rússlandi 2018.
Hinn 17 ára Benjamin Woodburn, sem er á mála hjá enska stórliðinu Liverpool, skoraði sigurmark Wales á 74. mínútu leiksins.
Wales situr í þriðja sæti riðilsins með 11 stig þegar þrír leikir eru eftir.
Makedónía fór einnig með 1-0 sigur af hólmi þegar þeir sóttu Ísrael heim.
Goran Pandev skoraði sigurmark Makedóníu á 73. mínútu.
Liðin leika í G-riðli og er lítil von fyrir þau að komast í lokakeppnina, en Makedónar eru 10 stigum á eftir liði Ítalíu sem situr í öðru sætinu.
17 ára leikmaður Liverpool með sigurmark Wales
Íþróttadeild skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
