Mexíkó varð í nótt fimmta liðið til að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi á næsta ári.
Mexíkóar unnu þá 1-0 sigur á Panama á heimavelli. Hirving Lozano, samherji Alberts Guðmundssonar hjá PSV Eindhoven, skoraði eina mark leiksins á 53. mínútu.
Mexíkó er með 17 stig á toppi úrslitariðilsins í Norður- og Mið-Ameríkuhluta undankeppni HM.
Kosta Ríka, sem vann 0-2 sigur á Bandaríkjunum í gær, er í 2. sæti riðilsins með 14 stig. Þetta var fyrsti sigur Kosta Ríka í Bandaríkjunum í 32 ár.
Bandaríkin eru í 3. sæti riðilsins með átta stig, jafn mörg og Hondúras sem bar sigurorð af Trínidad og Tóbagó í gær, 1-2.
Þrjú efstu lið riðilsins komast beint inn á HM. Liðið í 4. sæti mætir liði frá Asíu í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM.
Eins og áður sagði eru fimm lið búin að tryggja sér sæti á HM. Þetta eru Mexíkó, Brasilía, Íran, Japan og að sjálfsögðu heimalið Rússlands.
Samherji Alberts tryggði Mexíkó farseðilinn til Rússlands
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Fleiri fréttir
