Auglýsa skipulag fyrir virkjun í Strandasýslu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. september 2017 07:00 Ónefndur foss í Eyvindarfjarðará á Ströndum. Mynd/Tómas Guðbjartsson. mynd/tómas guðbjartsson Hreppsnefnd Árneshrepps auglýsir nú tillögu að breytingu á Aðalskipulagi hreppsins og deiliskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. „Það sem háir Vestfirðingum er að þeir geta ekki sett upp litla vinnustaði einu sinni, það þarf að kaupa orku úr öðrum landshlutum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Rafmagnið sem virkjunin á að framleiða er þó ekki ætluð til stóriðju af neinu tagi. „Þetta er í rauninni ágætt ferli, að fólki gefist kostur á að senda athugasemdir, þannig að ég fagna því að þetta sé auglýst svona opinberlega,“ segir Elín Agla Briem, íbúi í Árneshreppi, en gagnrýnir annars fyrirhugaðar framkvæmdir. Í tillögunum felst meðal annars heimild fyrir starfsmannabúðum á framkvæmdasvæðinu, vegir um virkjunarsvæðið verði skilgreindir og efnistökusvæði verði skilgreind við Hvalárósa, í Hvalá og við Hvalárvatn. Frestur til að skila athugasemdum er til 16. október.Drynjandi. Mynd/Tómas Guðbjartsson.Í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar sem birt var í apríl síðastliðnum, er varað sérstaklega við neikvæðum áhrifum framkvæmdanna á ásýnd og landslag svæðisins þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, auk þess sem vistkerfi og náttúruminjar á svæðinu verði fyrir verulega neikvæðum áhrifum vegna framkvæmdanna, en náttúruminjarnar njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Aðspurð um möguleg áhrif framkvæmdanna á ferðaþjónustu á svæðinu segir Eva oddviti hana hafa í för með sér línuveg yfir Ófeigsjarðarheiði og niður í Ísafjarðardjúp, sem gera myndi að verkum að á kæmist hringvegur sem yrði nýtanlegur yfir sumarið að minnsta kosti. „Við erum flest á þeirri skoðun að þetta myndi opna nýjar víddir lengra norður á Strandir,“ segir Eva og lætur þess getið að hún sé sjálf frumkvöðull í ferðaþjónustu. „Rafmagnið verður ekki leitt inn í Árneshrepp heldur út úr hreppnum og inn í djúp,“ segir Elín Agla Briem. Hún bætir við að framkvæmdirnar skapi hvorki störf né rafmagn fyrir hreppinn og bæti ekki samgöngur innan hans. Þá gagnrýnir Elín Agla þennan virkjunarkost sérstaklega. „Hvaleyrarvirkjun er 55 megavattavirkjun en Landsnet hefur aðeins lýst sig reiðubúið að kaupa 10 megavött fyrir Vestfirði,“ segir Elín Agla og bætir við: „Það eru valkostir um miklu minni virkjanir á Vestfjörðum sem myndu uppfylla þessa 10 megavattaþörf með miklu minna raski en Hvalárvirkjun.“ Aðspurð segist Elín Agla ekki skilja áhuga meirihluta hreppsnefndarinnar fyrir virkjuninni.„Það eru einkafyrirtæki, HS orka og Alterna Power Corpuration í Kanada, á bak við þessa framkvæmd sem hugsa ekki um neitt annað en ágóða fyrir sig.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps auglýsir nú tillögu að breytingu á Aðalskipulagi hreppsins og deiliskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. „Það sem háir Vestfirðingum er að þeir geta ekki sett upp litla vinnustaði einu sinni, það þarf að kaupa orku úr öðrum landshlutum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Rafmagnið sem virkjunin á að framleiða er þó ekki ætluð til stóriðju af neinu tagi. „Þetta er í rauninni ágætt ferli, að fólki gefist kostur á að senda athugasemdir, þannig að ég fagna því að þetta sé auglýst svona opinberlega,“ segir Elín Agla Briem, íbúi í Árneshreppi, en gagnrýnir annars fyrirhugaðar framkvæmdir. Í tillögunum felst meðal annars heimild fyrir starfsmannabúðum á framkvæmdasvæðinu, vegir um virkjunarsvæðið verði skilgreindir og efnistökusvæði verði skilgreind við Hvalárósa, í Hvalá og við Hvalárvatn. Frestur til að skila athugasemdum er til 16. október.Drynjandi. Mynd/Tómas Guðbjartsson.Í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar sem birt var í apríl síðastliðnum, er varað sérstaklega við neikvæðum áhrifum framkvæmdanna á ásýnd og landslag svæðisins þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, auk þess sem vistkerfi og náttúruminjar á svæðinu verði fyrir verulega neikvæðum áhrifum vegna framkvæmdanna, en náttúruminjarnar njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Aðspurð um möguleg áhrif framkvæmdanna á ferðaþjónustu á svæðinu segir Eva oddviti hana hafa í för með sér línuveg yfir Ófeigsjarðarheiði og niður í Ísafjarðardjúp, sem gera myndi að verkum að á kæmist hringvegur sem yrði nýtanlegur yfir sumarið að minnsta kosti. „Við erum flest á þeirri skoðun að þetta myndi opna nýjar víddir lengra norður á Strandir,“ segir Eva og lætur þess getið að hún sé sjálf frumkvöðull í ferðaþjónustu. „Rafmagnið verður ekki leitt inn í Árneshrepp heldur út úr hreppnum og inn í djúp,“ segir Elín Agla Briem. Hún bætir við að framkvæmdirnar skapi hvorki störf né rafmagn fyrir hreppinn og bæti ekki samgöngur innan hans. Þá gagnrýnir Elín Agla þennan virkjunarkost sérstaklega. „Hvaleyrarvirkjun er 55 megavattavirkjun en Landsnet hefur aðeins lýst sig reiðubúið að kaupa 10 megavött fyrir Vestfirði,“ segir Elín Agla og bætir við: „Það eru valkostir um miklu minni virkjanir á Vestfjörðum sem myndu uppfylla þessa 10 megavattaþörf með miklu minna raski en Hvalárvirkjun.“ Aðspurð segist Elín Agla ekki skilja áhuga meirihluta hreppsnefndarinnar fyrir virkjuninni.„Það eru einkafyrirtæki, HS orka og Alterna Power Corpuration í Kanada, á bak við þessa framkvæmd sem hugsa ekki um neitt annað en ágóða fyrir sig.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira
Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45
Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00
Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30