Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. september 2017 20:00 Leiðir sem fyrirhuguð borgarlína mun aka. mynd/borgarlinan.is Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“ Borgarlína Samgöngur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira