Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 17:55 Suu Kyi er talin raunverulegur leiðtogi Búrma þó að að nafninu til sé hún utanríkisráðherra. Vísir/AFP Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota í Búrma gagnrýnir friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi, fyrir að halda ekki hlífiskildi yfir rohingjafólki. Tugir þúsunda þeirra hafa flúið ofsóknir í landinu. Her Búrma hefur beitt fólk sem tilheyrir rohingjaættbálkinum hörku eftir árásir uppreisnarmanna úr þeirra röðum á lögreglustöðvar nýlega. Sögur fara af því að hermenn brenni þorp og ráðist á óbreytta borgara. Suu Kyi er utanríkisráðherra Búrma en lög landsins banna henni að gegna embætti forseta. Hún er engu að síður talin raunverulegur þjóðarleiðtogi Búrma.Herinn heldur enn verulegum völdumYanghee Lee, sendifulltrúi SÞ, gagnrýnir Suu Kyi fyrir aðgerðaleysi og segir ástandið í Rakhine-héraði grafalvarlegt og að hún verði að grípa í taumana, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. SÞ áætla að 87.000 rohingjar hafi nú flúið yfir landamærin til Bangaldess frá því að herferð hersins hófst. „Raunverulegi leiðtoginn verður að grípa inn í, við því búumst við af öllum ríkisstjórnum, að verja alla innan lögsögu þeirra,“ sagði Lee. Herinn réði ríkjum í Búrma í áratugi en hann heldur enn umtalsverðum völdum í landinu. Þannig heldur hann fjórðungi sæta á þjóðþinginu. Um milljón rohingja búa í Búrma en meirihluti þeirra er múslimar. Ættbálkurinn hefur sætt ofsóknum í Búrma. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00 Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota í Búrma gagnrýnir friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi, fyrir að halda ekki hlífiskildi yfir rohingjafólki. Tugir þúsunda þeirra hafa flúið ofsóknir í landinu. Her Búrma hefur beitt fólk sem tilheyrir rohingjaættbálkinum hörku eftir árásir uppreisnarmanna úr þeirra röðum á lögreglustöðvar nýlega. Sögur fara af því að hermenn brenni þorp og ráðist á óbreytta borgara. Suu Kyi er utanríkisráðherra Búrma en lög landsins banna henni að gegna embætti forseta. Hún er engu að síður talin raunverulegur þjóðarleiðtogi Búrma.Herinn heldur enn verulegum völdumYanghee Lee, sendifulltrúi SÞ, gagnrýnir Suu Kyi fyrir aðgerðaleysi og segir ástandið í Rakhine-héraði grafalvarlegt og að hún verði að grípa í taumana, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. SÞ áætla að 87.000 rohingjar hafi nú flúið yfir landamærin til Bangaldess frá því að herferð hersins hófst. „Raunverulegi leiðtoginn verður að grípa inn í, við því búumst við af öllum ríkisstjórnum, að verja alla innan lögsögu þeirra,“ sagði Lee. Herinn réði ríkjum í Búrma í áratugi en hann heldur enn umtalsverðum völdum í landinu. Þannig heldur hann fjórðungi sæta á þjóðþinginu. Um milljón rohingja búa í Búrma en meirihluti þeirra er múslimar. Ættbálkurinn hefur sætt ofsóknum í Búrma.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00 Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00
Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27