Erlent

Svíar ætla að reka 106 ára afganska flóttakonu úr landi

Kjartan Kjartansson skrifar
Uzbeki-fjölskyldan var ein fjölmargra sýrlenskra og afganskra fjölskyldna sem leituðu á náðir Evrópubúa árið 2015.
Uzbeki-fjölskyldan var ein fjölmargra sýrlenskra og afganskra fjölskyldna sem leituðu á náðir Evrópubúa árið 2015. Vísir/AFP
Hælisumsókn 106 ára gamallar afganskrar konu sem er sögð hafa komist við illan leik úr heimalandinu hefur verið hafnað af sænskum yfirvöldum. Konan sér nú fram á að vera vísað úr landi.

AP-fréttastofan segir að Bibihal Uzbeki sé verulega fötluð og geti varla talað. Fjölskyldan fór fótgangandi og með lestum yfir Balkanskaga áður en hún komst til Svíþjóðar fyrir tveimur árum. Sonur Uzbeki og barnabarn er sagt hafa borið hana yfir fjöll, eyðimerkur og skóga.

Fjölskylda Uzbeki, sem nú býr í þorpinu Hova, hefur áfrýjað niðurstöðu sænskra innflytjendayfirvalda. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa einnig áfrýjað höfnun hælisumsókna þeirra.

Útlendingastofnun Svíþjóðar staðfestir við AP að Uzbeki verði vísað úr landi. Almennt teljist hár aldur ekki ástæða til að veita fólki hæli.

Formaður stuðningssamtaka flóttafólks í Svíþjóð segir að sænsk stjórnvöld hafn Afgönum frá vissum hlutum landins um hæli þar sem þau telji þau ekki nógu hættuleg til að réttlæta að veita fólkinu hæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×