Lagerbäck: Aldrei tapað svo stórt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2017 11:30 Norðmenn voru niðurlægðir í Stuttgart í gær er þeir töpuðu 6-0 fyrir heimsmeisturum Þýskalands. Norðmenn eru í sárum eftir að hafa tapað fyrir Þýskalandi í undankeppni HM 2018 í gær, 6-0. Það er því útlit fyrir að landslðisþjálfarinn Lars Lagerbäck eigi enn mikið verk fyrir höndum að koma norska liðinu aftur upp í fyrri hæðir. „Ég hef aldrei fyrr tapað með svo miklum mun á mínum landsliðsþjálfaraferli,“ sagði hann við norska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég held að stærsta tapið hafi áður verið 3-0 tap gegn Þýskalandi sem þjálfari sænska liðsins.“ Lars Lagerbäck tók við þjálfun íslenska landsliðsins í lok árs 2011 og stýrði því fram yfir EM 2016, síðustu tvö árin með Heimi Hallgrímsson sem meðþjálfara. Á þeim tíma tapaði Ísland aldrei með meira en tveggja marka mun nema í lokaleik Lagerbäck, í 5-2 tapi gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM. Hann hefur nú stýrt norska liðinu í fimm leikjum en unnið aðeins einn, það var gegn Aserum á föstudagskvöldið. Noregur er sem stendur í 85. sæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en til samanburðar má nefna að Ísland er í 20. sæti. En þrátt fyrir tapið slæma í gær hélt Lagerbäck ró sinni eftir leikinn. „Við hreyfðum okkur ekki nógu vel þegar Þýskaland sótti. Þjóðverjar eru með eitt besta sóknarlið heims og gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði hann. „Við munu greina leikinn og læra af honum,“ bætti Svíinn við. Norðmenn eru í næstneðsta sæti í C-riðli og höfðu fyrir sigurinn á Aserum á föstudag aðeins náð að leggja San Marínó að velli í undankeppninni. Noregur er með sjö stig en Þýskaland er efst í riðlinum með fullt hús stiga að loknum átta leikjum. Norður-Írland er í öðru sæti með nítján stig. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Norðmenn voru niðurlægðir í Stuttgart í gær er þeir töpuðu 6-0 fyrir heimsmeisturum Þýskalands. Norðmenn eru í sárum eftir að hafa tapað fyrir Þýskalandi í undankeppni HM 2018 í gær, 6-0. Það er því útlit fyrir að landslðisþjálfarinn Lars Lagerbäck eigi enn mikið verk fyrir höndum að koma norska liðinu aftur upp í fyrri hæðir. „Ég hef aldrei fyrr tapað með svo miklum mun á mínum landsliðsþjálfaraferli,“ sagði hann við norska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég held að stærsta tapið hafi áður verið 3-0 tap gegn Þýskalandi sem þjálfari sænska liðsins.“ Lars Lagerbäck tók við þjálfun íslenska landsliðsins í lok árs 2011 og stýrði því fram yfir EM 2016, síðustu tvö árin með Heimi Hallgrímsson sem meðþjálfara. Á þeim tíma tapaði Ísland aldrei með meira en tveggja marka mun nema í lokaleik Lagerbäck, í 5-2 tapi gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM. Hann hefur nú stýrt norska liðinu í fimm leikjum en unnið aðeins einn, það var gegn Aserum á föstudagskvöldið. Noregur er sem stendur í 85. sæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en til samanburðar má nefna að Ísland er í 20. sæti. En þrátt fyrir tapið slæma í gær hélt Lagerbäck ró sinni eftir leikinn. „Við hreyfðum okkur ekki nógu vel þegar Þýskaland sótti. Þjóðverjar eru með eitt besta sóknarlið heims og gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði hann. „Við munu greina leikinn og læra af honum,“ bætti Svíinn við. Norðmenn eru í næstneðsta sæti í C-riðli og höfðu fyrir sigurinn á Aserum á föstudag aðeins náð að leggja San Marínó að velli í undankeppninni. Noregur er með sjö stig en Þýskaland er efst í riðlinum með fullt hús stiga að loknum átta leikjum. Norður-Írland er í öðru sæti með nítján stig.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira