Ef Sýrland hefði unnið Íran í dag, og Suður-Kóreu mistekist að vinna Úsbekistan, þá hefði liðið náð öðru sæti riðilsins og tryggt sér sæti í lokakeppninni. Það leit allt út fyrir að draumarnir myndu rætast þegar Tamer Haj Mohamad kom Sýrlandi yfir snemma leiks.
Íran náði hins vegar að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks. Þeir skoruðu aftur í þeim seinni, en Sýrlendingar náðu að jafna og urðu úrslitin 2-2. Sýrland lennti því í þriðja sæti riðilsins sem tryggði þeim sæti í umspili þar sem liðið mætir annað hvort Áströlum eða Sádí Arabíu.
Stríð geysar yfir í Sýrlandi, og hefur gert síðustu sex ár. Sýrlenska knattspyrnusambandið á ekkert lausafé og liðið neyðist til þess að spila heimaleiki sína í Malasíu, 22.500 kílómetra í burtu frá heimalandinu. Því er í raun ótrúlegt hversu góðum árangri liðið hefur náð undir svo erfiðum kringumstæðum.
Contact in Damascus has sent me pictures from this afternoon. City at a standstill for Iran v Syria game, people watching on big screens. pic.twitter.com/DK6PrUe5dz
— Richard Conway (@richard_conway) September 5, 2017