Draumurinn um Rússland lifir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. september 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar af innlifun. vísir/anton Eftir vonbrigðin í Finnlandi var gjörsamlega allt undir hjá strákunum okkar á Laugardalsvelli í gær. Þeir hafa margoft sýnt að þeir láta vonbrigði ekki á sig fá og missa sig ekki heldur í velgengni. Í gær náði liðið enn og aftur að sýna sínar bestu hliðar þegar mikið var undir. Heimir gerði tvær breytingar á liði sínu frá því í Finnlandi. Sverrir Ingi kom í vörnina í stað Kára Árnasonar og Jón Daði fór í framlínuna í stað Alfreðs. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Ísland því Emil Hallfreðsson krækti sér í kjánalegt gult spjald eftir um 90 sekúndur. Ömurlegt fyrir miðjumann að nánast byrja leikinn með gult á bakinu. Úkraínumenn mættu gríðarlega grimmir til leiks. Þeir settu strax mikla pressu á manninn með boltann hjá íslenska liðinu og strákunum gekk ekki vel að leysa úr þeirri stöðu. Þeir voru oftar en ekki fljótir að missa boltann. Þar af leiðandi var íslenska liðið lengstum að elta boltann. Birkir fékk þó fínt færi á 9. mínútu en hann hitti boltann illa.Íslensku strákarnir fagna.vísir/antonÁ móti kom að vörn íslenska liðsins hélt vel en það gekk þó oft illa að halda aftur af Konoplyanka á vinstri kantinum og hann komst tvisvar í fínt skotfæri. Sem betur fer nýtti hann þau ekki. Gylfi fékk tvö skotfæri á 22. mínútu en bæði skotin hans fóru í varnarmann. Þar með er upptalið það sem gerðist í fyrri hálfleik. Það var lítið að frétta. Mikil skák og hvorugt liðið að taka of mikla áhættu. Maður hefur oft séð meiri orku í leik íslenska liðsins og Heimir hefur örugglega kallað eftir henni í leikhléi. Ef hann gerði það þá svöruðu strákarnir svo sannarlega kallinu því síðari hálfleikurinn var einn sá besti sem íslenska landsliðið hefur sýnt. Strákarnir voru í einu orði sagt stórkostlegir. Það var rétt rúm mínúta liðin af síðari hálfleik er það dró til tíðinda. Emil með fínan sprett upp vinstri kantinn, átti flotta sendingu fyrir þar sem Jóhann Berg lenti í samstuði við markvörð Úkraínu. Ekkert dæmt og boltinn féll fyrir fætur Gylfa Þórs sem gat ekki annað en skorað. Úkraínumenn brjálaðir og hugsanlega hefði mátt dæma. Okkur Íslendingum gat ekki staðið meira á sama. Á 66. mínútu átti íslenska liðið frábæra skyndisókn. Boltinn út til hægri á Jóhann Berg. Hann sendi fyrir þar sem Jón Daði stöðvaði boltann fyrir Gylfa Þór sem setti boltann í netið með viðkomu í markverðinum. Skotið of fast fyrir Pyatov í markinu. Geggjað mark.Emil var frábær í seinni hálfleik.vísir/eyþórÍslenska liðið hefði vel getað bætt við fleiri mörkum. Strákarnir léku við hvurn sinn fingur og geisluðu af orku og sjálfstrausti. Úkraínska liðið náði aðeins að ógna undir lokin en annars var íslenska vörnin með allt á hreinu. Þeir pökkuðu gestunum saman. Er strákarnir setja kassann út og orkuna á fullt þá eru liðinu allir vegir færir. Það var ótrúlegt að sjá liðið stíga svona upp. Margir vildu Emil Hallfreðsson af velli í hálfleik enda með gult spjald á bakinu og ekki sannfærandi. Hann svaraði því með líklega bestu 45 mínútum landsliðsferilsins. Magnaður viðsnúningur. Aron Einar var yfirburðamaður í fyrri hálfleik og lék vel allan leikinn. Gylfi Þór hljóp líklega tvö maraþon í bland við mörkin tvö. Mikilvægi hans í liðinu er svo mikið og aðdáunarvert að fylgjast með vinnslunni og fórnfýsinni. Duglegasti lúxusleikmaður sem hægt er að eiga. Heimir þjálfari stendur enn eina ferðina uppi sem sigurvegari. Var gagnrýndur fyrir leikkerfið í Finnlandi og mörgum leist ekki á blikuna er hann hélt sig við það í gær. Flestar ákvarðanir hans ganga upp á endanum. Hann hlustar á sjálfan sig en ekki einhverja utanaðkomandi. Sem betur fer. Úrslit annarra leikja í gær gera það að verkum að Ísland er jafnt Króatíu á toppnum og Tyrkland er komið í pakkann af fullum krafti. Það getur margt gerst í síðustu leikjunum og miðað við þessa frammistöðu eru okkar menn líklegir til afreka. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Eftir vonbrigðin í Finnlandi var gjörsamlega allt undir hjá strákunum okkar á Laugardalsvelli í gær. Þeir hafa margoft sýnt að þeir láta vonbrigði ekki á sig fá og missa sig ekki heldur í velgengni. Í gær náði liðið enn og aftur að sýna sínar bestu hliðar þegar mikið var undir. Heimir gerði tvær breytingar á liði sínu frá því í Finnlandi. Sverrir Ingi kom í vörnina í stað Kára Árnasonar og Jón Daði fór í framlínuna í stað Alfreðs. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Ísland því Emil Hallfreðsson krækti sér í kjánalegt gult spjald eftir um 90 sekúndur. Ömurlegt fyrir miðjumann að nánast byrja leikinn með gult á bakinu. Úkraínumenn mættu gríðarlega grimmir til leiks. Þeir settu strax mikla pressu á manninn með boltann hjá íslenska liðinu og strákunum gekk ekki vel að leysa úr þeirri stöðu. Þeir voru oftar en ekki fljótir að missa boltann. Þar af leiðandi var íslenska liðið lengstum að elta boltann. Birkir fékk þó fínt færi á 9. mínútu en hann hitti boltann illa.Íslensku strákarnir fagna.vísir/antonÁ móti kom að vörn íslenska liðsins hélt vel en það gekk þó oft illa að halda aftur af Konoplyanka á vinstri kantinum og hann komst tvisvar í fínt skotfæri. Sem betur fer nýtti hann þau ekki. Gylfi fékk tvö skotfæri á 22. mínútu en bæði skotin hans fóru í varnarmann. Þar með er upptalið það sem gerðist í fyrri hálfleik. Það var lítið að frétta. Mikil skák og hvorugt liðið að taka of mikla áhættu. Maður hefur oft séð meiri orku í leik íslenska liðsins og Heimir hefur örugglega kallað eftir henni í leikhléi. Ef hann gerði það þá svöruðu strákarnir svo sannarlega kallinu því síðari hálfleikurinn var einn sá besti sem íslenska landsliðið hefur sýnt. Strákarnir voru í einu orði sagt stórkostlegir. Það var rétt rúm mínúta liðin af síðari hálfleik er það dró til tíðinda. Emil með fínan sprett upp vinstri kantinn, átti flotta sendingu fyrir þar sem Jóhann Berg lenti í samstuði við markvörð Úkraínu. Ekkert dæmt og boltinn féll fyrir fætur Gylfa Þórs sem gat ekki annað en skorað. Úkraínumenn brjálaðir og hugsanlega hefði mátt dæma. Okkur Íslendingum gat ekki staðið meira á sama. Á 66. mínútu átti íslenska liðið frábæra skyndisókn. Boltinn út til hægri á Jóhann Berg. Hann sendi fyrir þar sem Jón Daði stöðvaði boltann fyrir Gylfa Þór sem setti boltann í netið með viðkomu í markverðinum. Skotið of fast fyrir Pyatov í markinu. Geggjað mark.Emil var frábær í seinni hálfleik.vísir/eyþórÍslenska liðið hefði vel getað bætt við fleiri mörkum. Strákarnir léku við hvurn sinn fingur og geisluðu af orku og sjálfstrausti. Úkraínska liðið náði aðeins að ógna undir lokin en annars var íslenska vörnin með allt á hreinu. Þeir pökkuðu gestunum saman. Er strákarnir setja kassann út og orkuna á fullt þá eru liðinu allir vegir færir. Það var ótrúlegt að sjá liðið stíga svona upp. Margir vildu Emil Hallfreðsson af velli í hálfleik enda með gult spjald á bakinu og ekki sannfærandi. Hann svaraði því með líklega bestu 45 mínútum landsliðsferilsins. Magnaður viðsnúningur. Aron Einar var yfirburðamaður í fyrri hálfleik og lék vel allan leikinn. Gylfi Þór hljóp líklega tvö maraþon í bland við mörkin tvö. Mikilvægi hans í liðinu er svo mikið og aðdáunarvert að fylgjast með vinnslunni og fórnfýsinni. Duglegasti lúxusleikmaður sem hægt er að eiga. Heimir þjálfari stendur enn eina ferðina uppi sem sigurvegari. Var gagnrýndur fyrir leikkerfið í Finnlandi og mörgum leist ekki á blikuna er hann hélt sig við það í gær. Flestar ákvarðanir hans ganga upp á endanum. Hann hlustar á sjálfan sig en ekki einhverja utanaðkomandi. Sem betur fer. Úrslit annarra leikja í gær gera það að verkum að Ísland er jafnt Króatíu á toppnum og Tyrkland er komið í pakkann af fullum krafti. Það getur margt gerst í síðustu leikjunum og miðað við þessa frammistöðu eru okkar menn líklegir til afreka.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira