Hannes vippaði sér úr buxunum fyrir fimm ára aðdáanda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2017 11:00 Haraldur tekur mynd af Gunnari Áka sem var eðlilega í skýjunum. Vísir/Kolbeinn Tumi Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, sá til þess að ungur aðdáandi fór að sofa með stjörnur í augunum í gærkvöldi. Ungi pilturinn fékk minjagrip sem reyndar eru nokkur ár í að hann geti nýtt sjálfur. Hannes Þór gaf honum nefnilega stuttbuxurnar sem hann klæddist í 2-0 sigrinum á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þegar flestir höfðu yfirgefið Laugardalsvöll héldu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Hannes Þór aftur út á völlinn. Gengu þeir yfir grasið og til Tólfunnar, stuðningssveitar landsliðsins, sem enn trallaði í austurstúkunni. Heimir hefur haft þetta fyrir hefð eftir landsleiki og sagði nokkur vel valin orð við Tólfuna. „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði,“ sagði Heimir. Orð hans væru líkast til ekki boðleg í fjölmenni. Hannes Þór gaf treyju sína og hanska stuðningsmönnum og hélt aftur yfir völlinn. Þar veitti hann ungum aðdáendum í stúkunni athygli og hélt til þeirra til að gefa áritanir þegar heyrðist kallað: „Hannes, má strákurinn fá buxurnar þínar?“Hannes lítur upp í stúku á feðgana.Vísir/Kolbeinn TumiHannes leit undrandi upp í stúku þar sem feðgarnir Haraldur Líndal Pétursson og Gunnar Áki Blöndal Haraldsson stóðu enn vaktina og virtust ekki á förum eftir eftirminnilegt kvöld í Laugardalnum. Það átti bara eftir að vera eftirminnilegra. Um mínútu síðar, þegar Hannes hafði gefið nokkrar áritanir, fór hann að skimast eftir feðgunum í stúkunni. Spurði hann þá hvort þeir vildu virkilega stuttbuxurnar sínar. Haraldur jánkaði. Skipti engum toga því Hannes reif sig úr stuttbuxunum og kastaði til feðganna. Hannes kastar stuttbuxunum til feðganna sem gripu að sjálfsögðu.Vísir/Kolbeinn TumiÓhætt að segja að sá stutti hafi verið yfir sig ánægður. Og þvílíkt kvöld fyrir þann fimm ára sem var klæddur í íslenskan landsliðsbúning. Hann hafði fyrir leik leitt Birki Bjarnason inn á völlinn, upplifað 2-0 sigur og var nú með rauðar stuttbuxur hetjunnar sinnar milli handanna. Auk Hannesar væri Gylfi Þór Sigurðsson hans uppáhaldsleikmaður.Hannes heldur til búningsklefa öllu fáklæddari en þegar hann hélt út á völl.Vísir/Kolbeinn TumiÍ ljós kom að faðirinn Haraldur er stuðningsmaður Everton og hefur lengi verið. En nú er það eðlilega sérstaklega gaman eftir að Gylfi Þór gekk í raðir félagsins. Haraldur upplýsti blaðamann að Gunnar Áki væri stuðningsmaður Manchester United en útilokaði ekki að það myndi breytast eftir félagaskipti Gylfa.Buxurnar eru aðeins of stórar á Gunnar Áka en hann sagði sjálfur að pabbi sinn gæti notað þær í bili.Vísir/Kolbeinn TumiGaman verður að sjá hvort Gunnar Áki nái langt á sviði íþrótta en móðir hans, Anna Bryndís Blöndal, er fyrrverandi landsliðskona í handbolta þannig að hann á ekki langt að sækja íþróttagenin. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, sá til þess að ungur aðdáandi fór að sofa með stjörnur í augunum í gærkvöldi. Ungi pilturinn fékk minjagrip sem reyndar eru nokkur ár í að hann geti nýtt sjálfur. Hannes Þór gaf honum nefnilega stuttbuxurnar sem hann klæddist í 2-0 sigrinum á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þegar flestir höfðu yfirgefið Laugardalsvöll héldu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Hannes Þór aftur út á völlinn. Gengu þeir yfir grasið og til Tólfunnar, stuðningssveitar landsliðsins, sem enn trallaði í austurstúkunni. Heimir hefur haft þetta fyrir hefð eftir landsleiki og sagði nokkur vel valin orð við Tólfuna. „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði,“ sagði Heimir. Orð hans væru líkast til ekki boðleg í fjölmenni. Hannes Þór gaf treyju sína og hanska stuðningsmönnum og hélt aftur yfir völlinn. Þar veitti hann ungum aðdáendum í stúkunni athygli og hélt til þeirra til að gefa áritanir þegar heyrðist kallað: „Hannes, má strákurinn fá buxurnar þínar?“Hannes lítur upp í stúku á feðgana.Vísir/Kolbeinn TumiHannes leit undrandi upp í stúku þar sem feðgarnir Haraldur Líndal Pétursson og Gunnar Áki Blöndal Haraldsson stóðu enn vaktina og virtust ekki á förum eftir eftirminnilegt kvöld í Laugardalnum. Það átti bara eftir að vera eftirminnilegra. Um mínútu síðar, þegar Hannes hafði gefið nokkrar áritanir, fór hann að skimast eftir feðgunum í stúkunni. Spurði hann þá hvort þeir vildu virkilega stuttbuxurnar sínar. Haraldur jánkaði. Skipti engum toga því Hannes reif sig úr stuttbuxunum og kastaði til feðganna. Hannes kastar stuttbuxunum til feðganna sem gripu að sjálfsögðu.Vísir/Kolbeinn TumiÓhætt að segja að sá stutti hafi verið yfir sig ánægður. Og þvílíkt kvöld fyrir þann fimm ára sem var klæddur í íslenskan landsliðsbúning. Hann hafði fyrir leik leitt Birki Bjarnason inn á völlinn, upplifað 2-0 sigur og var nú með rauðar stuttbuxur hetjunnar sinnar milli handanna. Auk Hannesar væri Gylfi Þór Sigurðsson hans uppáhaldsleikmaður.Hannes heldur til búningsklefa öllu fáklæddari en þegar hann hélt út á völl.Vísir/Kolbeinn TumiÍ ljós kom að faðirinn Haraldur er stuðningsmaður Everton og hefur lengi verið. En nú er það eðlilega sérstaklega gaman eftir að Gylfi Þór gekk í raðir félagsins. Haraldur upplýsti blaðamann að Gunnar Áki væri stuðningsmaður Manchester United en útilokaði ekki að það myndi breytast eftir félagaskipti Gylfa.Buxurnar eru aðeins of stórar á Gunnar Áka en hann sagði sjálfur að pabbi sinn gæti notað þær í bili.Vísir/Kolbeinn TumiGaman verður að sjá hvort Gunnar Áki nái langt á sviði íþrótta en móðir hans, Anna Bryndís Blöndal, er fyrrverandi landsliðskona í handbolta þannig að hann á ekki langt að sækja íþróttagenin.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42