Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 09:30 Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum í gær. Vísir/Eyþór Ótrúlegt gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann í gær glæsilegan 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM 2018. Eftir sigurinn eru strákarnir okkar jafnir Króatíu á toppi I-riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland á eftir einn heimaleik í núverandi undankeppni en strákarnir hafa unnið alla hingað til - gegn Finnlandi, Tyrklandi, Króatíu og nú Úkraínu. Strákarnir mæta botnlði Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Ísland spilaði einnig alla heimaleiki sína í síðustu undankeppni án þess að tapa en síðasti tapleikur íslenska liðsins á Laugardalsvelli kom þegar okkar menn fengu á sig fjögur mörk gegn Slóveníu í 4-2 tapleik þann 7. júní 2013.Síðan þá eru liðnir 4 ár, 2 mánuðir og 29 dagar eða 1551 dagur alls. Ísland hefur á þessum tíma spilað fimmtán landsleiki á þjóðarleikvanginum - unnið tólf þeirra og gert þrjú jafntefli. Markatalan í þessum fimmtán leikjum er ekki síður glæsileg en Ísland hefur skorað 27 mörk í þessum fimmtán leikjum en fengið aðeins sex mörk á sig. Sjá einnig: Draumurinn um Rússland lifir Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum í gær og er nú kominn með sautján mörk alls fyrir landsliðið, jafn mörg og Ríkharður Jónsson heitinn skoraði á sínum tíma. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa skorað fleiri mörk í íslensku landsliðstreyjunni. Næsti leikur Íslands fer fram gegn Tyrklandi ytra þann 6. október. Sigur í þeim leik setur Ísland í lykilstöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni HM í Rússlandi.Leikir Íslands á Laugardalsvelli síðan 2013:2013: 7. júní: Ísland - Slóvenía 2-4 14. ágúst: Ísland - Færeyjar 1-0 10. september: Ísland - Albanía 2-1 11. október: Ísland - Kýpur 2-0 15. nóvember: Ísland - Króatía 0-02014: 4. júní: Ísland - Eistland 1-0 9. sept: Ísland - Tyrkland 3-0 13. október: Ísland - Holland 2-02015: 12. júní: Ísland - Tékkland 2-1 6. sept: Ísland - Kasakstan 0-0 10. okt: Ísland - Lettland 2-22016: 6. júní: Ísland - Liechtenstein 4-0 6. okt: Ísland - Finnland 3-2 9. okt: Ísland - Tyrkland 2-02017: 11. júní: Ísland - Króatía 1-0 5. sept: Ísland - Úkraína 2-0 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Ótrúlegt gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann í gær glæsilegan 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM 2018. Eftir sigurinn eru strákarnir okkar jafnir Króatíu á toppi I-riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland á eftir einn heimaleik í núverandi undankeppni en strákarnir hafa unnið alla hingað til - gegn Finnlandi, Tyrklandi, Króatíu og nú Úkraínu. Strákarnir mæta botnlði Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Ísland spilaði einnig alla heimaleiki sína í síðustu undankeppni án þess að tapa en síðasti tapleikur íslenska liðsins á Laugardalsvelli kom þegar okkar menn fengu á sig fjögur mörk gegn Slóveníu í 4-2 tapleik þann 7. júní 2013.Síðan þá eru liðnir 4 ár, 2 mánuðir og 29 dagar eða 1551 dagur alls. Ísland hefur á þessum tíma spilað fimmtán landsleiki á þjóðarleikvanginum - unnið tólf þeirra og gert þrjú jafntefli. Markatalan í þessum fimmtán leikjum er ekki síður glæsileg en Ísland hefur skorað 27 mörk í þessum fimmtán leikjum en fengið aðeins sex mörk á sig. Sjá einnig: Draumurinn um Rússland lifir Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum í gær og er nú kominn með sautján mörk alls fyrir landsliðið, jafn mörg og Ríkharður Jónsson heitinn skoraði á sínum tíma. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa skorað fleiri mörk í íslensku landsliðstreyjunni. Næsti leikur Íslands fer fram gegn Tyrklandi ytra þann 6. október. Sigur í þeim leik setur Ísland í lykilstöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni HM í Rússlandi.Leikir Íslands á Laugardalsvelli síðan 2013:2013: 7. júní: Ísland - Slóvenía 2-4 14. ágúst: Ísland - Færeyjar 1-0 10. september: Ísland - Albanía 2-1 11. október: Ísland - Kýpur 2-0 15. nóvember: Ísland - Króatía 0-02014: 4. júní: Ísland - Eistland 1-0 9. sept: Ísland - Tyrkland 3-0 13. október: Ísland - Holland 2-02015: 12. júní: Ísland - Tékkland 2-1 6. sept: Ísland - Kasakstan 0-0 10. okt: Ísland - Lettland 2-22016: 6. júní: Ísland - Liechtenstein 4-0 6. okt: Ísland - Finnland 3-2 9. okt: Ísland - Tyrkland 2-02017: 11. júní: Ísland - Króatía 1-0 5. sept: Ísland - Úkraína 2-0
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira