Erlent

Verða að hætta landamæraeftirlitinu í nóvember

Atli Ísleifsson skrifar
Ýmis ríki tóku upp eftirlit á landamærum þegar flóttamannastraumurinn til Evrópu stóð sem hæst haustið 2015.
Ýmis ríki tóku upp eftirlit á landamærum þegar flóttamannastraumurinn til Evrópu stóð sem hæst haustið 2015. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Noregi verða að hætta eftirliti á landamærum sínum í nóvember. Frá þessi greindi Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá ESB, á fréttamannafundi fyrr í dag.

Sænskir fjölmiðlar hafa eftir Avramopoulos að framkvæmdastjórn ESB muni þannig ekki samþykkja framlengingu á landamæraeftirliti á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur sem og á öðrum innri landamærum aðildarríkja ESB. Svíar tóku upp tímabundið eftirlit árið 2015 þegar flóttamannastraumurinn var sem mestur.

„Það verður engin framlenging. Landamæraeftirlitinu lýkur eftir tvo mánuði. Það eru ekki forsendur til að samþykkja það lengur,“ segir Avramopoulos.

Undanþágur Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands, Austurríkis og Noregs frá frjálsu flæði fólks innan Schengen-svæðisins lýkur þann 12. nóvember. Ákvörðun um framlengingu á undanþágu var síðast samþykkt þann 11. maí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×