Tom Ford er kominn aftur Ritstjórn skrifar 7. september 2017 10:00 Glamour/Getty Allt í lagi, Tom Ford fór kannski aldrei neitt, en sýning hans í gær sannaði það að hann sé farinn aftur í það sem hann er þekktur fyrir. Tíundi áratugurinn, glamúr og axlapúðar eru orðin sem einkenndu gærkvöldið. Í gærkvöldi sýndi Tom Ford vor- og sumarlínu sína 2018 á tískuvikunni í New York og hlaut mikið lof fyrir. Kvenfatnaður er aðeins 30 prósent af hagnaði fyrirtækisins, þar sem ilmir, snyrtivörur og karlafötin eru hin 70 prósentin. Tom Ford er þekktur fyrir glæsileg og fullkomnlega sniðin jakkaföt á karlmenn, og þykja þau svo vel sniðin að margar konur hafa farið til hans og látið sérsauma á sig. Þess þarf ekki lengur, því stór hluti af sýningu hans í gær voru dragtir fyrir konur, í alls konar litum. Stakir jakkar með axlapúðum voru mjög áberandi, og var bleiki velúr-jakkinn okkar uppáhalds. Stjörnurnar létu sig ekki vanta á sýninguna, en Kim Kardashian mætti í svörtum plastkjól með gráar strípur. Gigi Hadid gekk niður tískupallinn í bleikum síðum kjól, og Cindy Crawford mætti í silfurlituðum pallíettukjól. Mest lesið Gervihöfuð og drekar á sýningu Gucci Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Gæði og einfaldleiki hjá Filippa K Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour
Allt í lagi, Tom Ford fór kannski aldrei neitt, en sýning hans í gær sannaði það að hann sé farinn aftur í það sem hann er þekktur fyrir. Tíundi áratugurinn, glamúr og axlapúðar eru orðin sem einkenndu gærkvöldið. Í gærkvöldi sýndi Tom Ford vor- og sumarlínu sína 2018 á tískuvikunni í New York og hlaut mikið lof fyrir. Kvenfatnaður er aðeins 30 prósent af hagnaði fyrirtækisins, þar sem ilmir, snyrtivörur og karlafötin eru hin 70 prósentin. Tom Ford er þekktur fyrir glæsileg og fullkomnlega sniðin jakkaföt á karlmenn, og þykja þau svo vel sniðin að margar konur hafa farið til hans og látið sérsauma á sig. Þess þarf ekki lengur, því stór hluti af sýningu hans í gær voru dragtir fyrir konur, í alls konar litum. Stakir jakkar með axlapúðum voru mjög áberandi, og var bleiki velúr-jakkinn okkar uppáhalds. Stjörnurnar létu sig ekki vanta á sýninguna, en Kim Kardashian mætti í svörtum plastkjól með gráar strípur. Gigi Hadid gekk niður tískupallinn í bleikum síðum kjól, og Cindy Crawford mætti í silfurlituðum pallíettukjól.
Mest lesið Gervihöfuð og drekar á sýningu Gucci Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Gæði og einfaldleiki hjá Filippa K Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour