May afþakkar að standa fyrir máli sínu í Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 19:11 May hafði sagst í viðræðum um að ávarpa Evrópuþingið. Hún ætlar þess í stað að hitta leiðtoga þess fyrir luktum dyrum. Vísir/AFP Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir. Brexit Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir.
Brexit Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila