Það vakti athygli gesta að sjá hina 16 ára Kaiu Gerber, dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford, ganga tískupallinn í fyrsta sinn. Hún gerði það óaðfinnanlega enda á orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni vel við hér.
Það er líklega ekki tilviljun að Kaia hafi ákveðið að velja Calvin Klein sem sína fyrstu sýningu á ferlinum en móðir hennar hefur unnið mikið fyrir bandaríska tískuhúsið í gegnum tíðina og eiga þeir því góðan þátt í hennar velgengni.
Ritstjórar tískutímarita kepptust við að óska móðurinni til hamingju með dótturina á samfélagsmiðlum í gærkvöldi, sem að sjálfsögðu var stolt af sinni stelpu. Við munum mjög líklega sjá mikið meira af þessari stelpu á tískuvikunum framundan.
