Umdeilt fánalistaverk í Stokkhólmi sagt stuldur á íslensku hugverki Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2017 14:00 Listakonan Eva Ísleifsdóttir telur ólíklegt að sænski listamaðurinn hafi séð verk hennar frá árinu 2008. Fánalistaverk listamannsins Mattias Norström, sem komið var upp á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms fyrr í vikunni, hefur vakið mikið umtal í Svíþjóð á síðustu dögum. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að listaverkið kunni að vera stuldur á verki íslensku listakonunnar Evu Ísleifsdóttur frá árinu 2008. Verkið á Sergelstorgi var vígt á þriðjudag og ber nafnið „Du gamla du fria“ sem er nafnið á þjóðsöng Svía. Stjórnmálamenn hafa sumir gagnrýnt verkið og var einn stjórnmálamaður úr röðum Kristdemókrata sem sagði það „óþarflega ögrandi“. Eva segist í samtali við Vísi að sænskir fjölmiðlar hafi margir haft samband við sig vegna málsins í morgun. „Sænsku fjölmiðlarnir hafa verið að spyrja mig hvort að ég sé ekki brjáluð yfir því að hann hafi stolið hugmyndinni. Það er ekki rétt. Þetta verk sem ég gerði var árið 2008 í kringum og um hrunið hér á Íslandi. Það er allt annað í gangi þarna í Svíþjóð.“Verkið var útskriftarverk Evu úr Listaháskólanum.Eva ÍsleifsdóttirÚtskriftarverk úr Listaháskólanum Verk Evu var útskriftarverk Evu frá Listaháskólanum og stóð á Klambratúni í um mánuð árið 2008. „Mig langaði til að lýsa leiðanum sem lá yfir þjóðinni þegar þetta var í gangi. Það voru ýmis leyndarmál að koma upp á yfirborðið og helsta tákn þjóðar er fáninn,“ segir Eva. Hún segist þó ekki telja að sænski listamaðurinn hafi stolið hugmyndinni frá sér. „Við fáum mörg sömu hugmyndirnar. Ég held að hann hafi ekki séð verkið, þetta hefur ekki verið sýnt neins staðar nema þarna á Klambratúni. Verkið stóð þarna í mánuð úti á túni og fékk litla athygli.“ Eva segir að verkið á Klambratúni hafi verið eyðilagt að lokum. Telur hún að einhver hafi reynt að klifra upp stöngina. „Fáninn hvarf og fannst aldrei aftur. Það er sorglegt þar sem ég átti ekki fánann. Þannig að ef þessi fáni finnst þá vil ég fá hann til baka,“ segir Eva létt í bragði. Menning Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Fánalistaverk listamannsins Mattias Norström, sem komið var upp á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms fyrr í vikunni, hefur vakið mikið umtal í Svíþjóð á síðustu dögum. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að listaverkið kunni að vera stuldur á verki íslensku listakonunnar Evu Ísleifsdóttur frá árinu 2008. Verkið á Sergelstorgi var vígt á þriðjudag og ber nafnið „Du gamla du fria“ sem er nafnið á þjóðsöng Svía. Stjórnmálamenn hafa sumir gagnrýnt verkið og var einn stjórnmálamaður úr röðum Kristdemókrata sem sagði það „óþarflega ögrandi“. Eva segist í samtali við Vísi að sænskir fjölmiðlar hafi margir haft samband við sig vegna málsins í morgun. „Sænsku fjölmiðlarnir hafa verið að spyrja mig hvort að ég sé ekki brjáluð yfir því að hann hafi stolið hugmyndinni. Það er ekki rétt. Þetta verk sem ég gerði var árið 2008 í kringum og um hrunið hér á Íslandi. Það er allt annað í gangi þarna í Svíþjóð.“Verkið var útskriftarverk Evu úr Listaháskólanum.Eva ÍsleifsdóttirÚtskriftarverk úr Listaháskólanum Verk Evu var útskriftarverk Evu frá Listaháskólanum og stóð á Klambratúni í um mánuð árið 2008. „Mig langaði til að lýsa leiðanum sem lá yfir þjóðinni þegar þetta var í gangi. Það voru ýmis leyndarmál að koma upp á yfirborðið og helsta tákn þjóðar er fáninn,“ segir Eva. Hún segist þó ekki telja að sænski listamaðurinn hafi stolið hugmyndinni frá sér. „Við fáum mörg sömu hugmyndirnar. Ég held að hann hafi ekki séð verkið, þetta hefur ekki verið sýnt neins staðar nema þarna á Klambratúni. Verkið stóð þarna í mánuð úti á túni og fékk litla athygli.“ Eva segir að verkið á Klambratúni hafi verið eyðilagt að lokum. Telur hún að einhver hafi reynt að klifra upp stöngina. „Fáninn hvarf og fannst aldrei aftur. Það er sorglegt þar sem ég átti ekki fánann. Þannig að ef þessi fáni finnst þá vil ég fá hann til baka,“ segir Eva létt í bragði.
Menning Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira