Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 07:59 Frá flugeldasýningunni í gærkvöld, tónlistarhúsið Hörpu má sjá neðst á myndinni. Höfuðborgarstofa Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. Veðrið lék við gesti borgarinnar allan daginn, allt frá því að fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka voru ræstir út um klukkan 08:40 og þangað til síðasta flugeldurinn sprakk í flugeldasýningunni sem markar lok hátíðarinnar. Aðstandendur Menningarnætur segja að mannfjöldinn hafi dreift sér vel yfir miðborgina og að mikil þátttaka hafi verið í öllu viðburðahaldi. Hátíðarsvæðið hafi aftur verið stækkað í ár og náði það út á Granda, að Hlemmi og Klambratúni og út að Veröld-húsi Vigdísar. Lögregla segir að aðsókn hafi verið afar jöfn og þétt frá hádegi og í allt kvöld. Þá hafi umferð gengið greiðlega frá miðborginni strax eftir flugeldasýninguna.Hundruð lögðu hönd á plógHaft er eftir Ásthildi Bragadóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu, í tikynningu að hún gæti ekki verið ánægðari með hátíðina. „Mig langar fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu og stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstaraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega,“ er haft eftir Ásthildi. „Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Vel á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma. Ég hef heyrt í viðburðahöldurum. öryggisaðilum, rekstraraðilum og íbúum í borginni í dag og allir hafa lýst yfir mikilli ánægju með hvernig til tókst“ segir hún jafnframt. Menningarnótt Tengdar fréttir Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. Veðrið lék við gesti borgarinnar allan daginn, allt frá því að fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka voru ræstir út um klukkan 08:40 og þangað til síðasta flugeldurinn sprakk í flugeldasýningunni sem markar lok hátíðarinnar. Aðstandendur Menningarnætur segja að mannfjöldinn hafi dreift sér vel yfir miðborgina og að mikil þátttaka hafi verið í öllu viðburðahaldi. Hátíðarsvæðið hafi aftur verið stækkað í ár og náði það út á Granda, að Hlemmi og Klambratúni og út að Veröld-húsi Vigdísar. Lögregla segir að aðsókn hafi verið afar jöfn og þétt frá hádegi og í allt kvöld. Þá hafi umferð gengið greiðlega frá miðborginni strax eftir flugeldasýninguna.Hundruð lögðu hönd á plógHaft er eftir Ásthildi Bragadóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu, í tikynningu að hún gæti ekki verið ánægðari með hátíðina. „Mig langar fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu og stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstaraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega,“ er haft eftir Ásthildi. „Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Vel á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma. Ég hef heyrt í viðburðahöldurum. öryggisaðilum, rekstraraðilum og íbúum í borginni í dag og allir hafa lýst yfir mikilli ánægju með hvernig til tókst“ segir hún jafnframt.
Menningarnótt Tengdar fréttir Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33