Sport

Aníta var með forystuna eftir 600 metra en endaði áttunda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA
Aníta Hinriksdóttir endaði í 8. sæti í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamóti í Birmingham á Englandi í dag.

Aníta var í forystu þegar aðeins 200 metra voru eftir af hlaupinu en datt niður um sjö sæti á lokasprettinum. Hún hljóp fyrstu 600 metrana á 1:30.73 mín.

Aníta kom í mark á 2:03.24 mínútum sem er mun slakari tími hjá henni en á fyrri tveimur Demantamótum í sumar.  Þetta var hinsvegar aðeins hraðar en á HM í frjálsum í London þegar hún kom í mark á 2:03.45 mínútum.

Fyrr í sumar þá bætti Aníta Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi á Demantamóti í Osló þegar hún hljóp á tímanum 2:00,05 mínútum og þremur dögum síðar keppti hún á Demantamótinu í Stokkhólmi og hljóp þá á tímanum 2:00,06 mínútum.

Aníta átti sjöunda besta tímann af þeim ellefu hlaupakonum sem skráðar voru til leiks.

Habitam Alemu frá Eþíópíu vann hlaupið á 1:59.60 mín.en önnur var Lynsey Sharp frá Bretland á 1:59.97 mín. Þriðja var síðan Charlene Lipsey frá Bandaríkjunum á 2:00.97 mínútum.

Næst á undan Anítu var heimastúlkan Alexandra Bell sem hljóp á 2:02.30 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×