Dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í dag. Drátturinn fer fram í Mónakó og hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fylgst verður með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi.
Búið er að raða liðunum 32 í fjóra styrkleikaflokka. Eins og venjulega er leikið í átta fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu liðin áfram í 16-liða úrslit.
Að þessu sinni eru fimm ensk lið í pottinum; Chelsea, Tottenham, Manchester United og City og Liverpool. Chelsea er í fyrsta styrkleikaflokki, Manchester-liðin í öðrum og Tottenham og Liverpool í þriðja.
Aðeins tvö af liðunum 32 eru nýliðar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar; Qarabag frá Kasakstan og RB Leipzig frá Þýskalandi.
Lið frá sama landi geta ekki dregist sama í riðil. Þá geta lið frá Rússlandi og Úkraínu heldur ekki dregist saman.
Úrslitaleikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði 26. maí 2018.
Styrkleikaflokkarnir fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar:
Flokkur 1:
Real Madrid, Bayern München, Chelsea, Juventus, Benfica, Monaco, Spartak Moskva, Shakhtar Donetsk
Flokkur 2:
Barcelona, Atlético Madrid, Paris Saint-Germain, Borussia Dortmund, Sevilla, Manchester City, Porto, Manchester United
Flokkur 3:
Napoli, Tottenham, Basel, Olympiacos, Anderlecht, Liverpool, Roma, Besiktas
Flokkur 4:
Celtic, CSKA Moskva, Sporting, APOEL, Feyenoord, Maribor, Qarabag, RB Leipzig
Leikdagar í riðlakeppninni:
12.-13. september: leikdagur 1
26-.27. september: leikdagur 2
17.-18. október: leikdagur 3
31. október-1. nóvember: leikdagur 4
21.-22. nóvember: leikdagur 5
5.-6. desember: leikdagur 6
Dregið í riðla í Meistaradeildinni í dag | Svona líta styrkleikaflokkarnir út
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti



Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti

Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

