90 mínútna vinnuvika Þórlindur Kjartansson skrifar 25. ágúst 2017 07:00 Sá sem er sæmilega góður að vélrita nær að skrifa að minnsta kosti fjörtíu orð á mínútu. Með einföldum útreikningi má sjá að þetta eru 2.400 orð á klukkustund og 19.200 orð á átta tíma vinnudegi—96 þúsund orð á viku. Til samanburðar þá er algengur orðafjöldi í skáldsögum í kringum 120 þúsund orð; en getur auðvitað verið mun meiri. Íslandsklukkan í enskri þýðingu er 158.720 orð. Stríð og friður er tæplega sex hundruð þúsund orð og þykir dágóður doðrantur, en engu að síður þá tæki það vinnusaman vélritara ekki nema 31 dag og tvo klukkutíma að vélrita hana.Slæpinginn Stephen King Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvort rithöfundurinn Stephen King, sem er annálaður fyrir afköst sín, eigi orðspor sitt skilið. Á lista sem ég fann á internetinu eru 47 skáldsögur sem hann hefur skrifað á fimmtíu ára ferli sínum; og samkvæmt vasareikninum mínum þá er samanlagður orðafjöldi þeirra sjö milljónir níu hundruð sjötíu og fimm þúsund tuttugu og tveir. Hann mun reyndar hafa skrifað eitthvert smælki til viðbótar en þetta er líklega uppistaðan í ævistarfi hans. Einhver myndi ætla að þetta hafi verið full vinna. En svo er líklega ekki. Ef við gefum okkur að Stephen King vinni að jafnaði fimm daga í viku og taki sér fimm vikna sumarleyfi og vinni ekki á löghelgum frídögum (hann reyndar segist vinna alla daga) þá reiknast mér til að ef hann hefði setið við skrif alla virka daga í þá átta klukkutíma sem almennt eru viðurkenndir sem rétt vinnumagn á dag—þá hefði hann ekki skrifað bara tæplega átta milljón orð á þessum fimmtíu árum; heldur ríflega 200 milljón. Með öðrum orðum þá hefur Stephen King að jafnaði skilað raunverulegum afköstum í tæplega 18 mínútur á dag—en verið eitthvað að slæpast við einhvern óþarfa það sem eftir var af deginum. Þetta eru 90 mínútur á viku.Tími til að hugsa Og ef maður eins og Stephen King skrifar sitt birtingarhæfa efni á tæplega tuttugu mínútum á dag; hvað má þá segja um ljóðskáld og höfunda fagurbókmennta? Slíkir höfundar skrifa kannski örfáar bækur á ferlinum og flestar þeirra eru eins og bæklingar að lengd í samanburði við tröllakiljur spennusagnakonungsins. Dæmið er vitaskuld fáránlegt. Engum heilvita manni myndi detta í hug að líta svo á að skynsamlegur mælikvarði á starf rithöfundar sé einungis fjöldi orða sem tekst að dæla inn á harða diskinn. Reyndar er það svo að athuganir á starfsvenjum rithöfunda gefa til kynna að flestir þeirra sitji við skrif í tvo til fjóra klukkutíma á dag; allt umfram það er fyrir flestum þeirra lítið annað en gagnslaus rembingur. Raunverulegur starfsdagur þeirra er þó mun lengri, því þeir lesa gjarnan mikið sjálfir, þeir þurfa að snurfusa og lagfæra textann sinn; og—það sem er allra mikilvægast; þeir þurfa að hugsa. Og þótt sjaldgæft sé að sú iðja sé reiknuð inn í vinnuframlag fólks—þá getur tekið langan tíma að hugsa, og þeim mun lengri eftir því sem viðfangsefnin eru flóknari eða dýpra liggur á sköpuninni. Slík hugsun er svo sannarlega verðmæt vinna þótt hún skili ekki samstundis áþreifanlegum afköstum.Vitsmunaleg erfiðisvinna Þótt einungis örsmátt brot af mannkyninu hafi lífsviðurværi sitt af listsköpun þá hefur atvinnuþróun undanfarinna áratuga verið í þá átt að sífellt fleiri störf hafa ýmsa eðliseiginleika listsköpunar. Störf sem byggjast á hvers konar sköpun—hvort sem það er forritun, fjölmiðlun, fræðistörf eða sölu-, markaðs- eða sérfræðistörf—byggjast að mjög miklu leyti á því að starfsmennirnir geti framleitt einhvers konar vitsmunalegar afurðir. Og þótt almennt sé gerð krafa um að starfsmenn í slíkum störfum hafi viðveru í hinar hefðbundnu átta klukkustundir á dag þá þarf ekki að tala við marga til þess að átta sig á því að flestir telja sig afkasta meiru á örfáum klukkustundum í kyrrð og einveru heldur en á heilu dögunum í skarkala skrifstofunnar. Þetta vita stjórnendur stofnana og fyrirtækja mætavel. Flestir þeirra hafa komið sér upp þeirri venju að vinna alla „raunverulegu vinnuna“ á kvöldin eða um helgar. Svo gera þeir flestir þá kröfu, leynt eða ljóst, að allir starfsmenn séu til taks til þess að sinna síma og tölvupósti öllum stundum, geti setið fundi og ráðstefnur flesta daga—en fari svo heim með vinnuna á kvöldin.Á gólfi eða í golfi Kannski skýrist hin umtalaða aukning á kvíða- og þunglyndisvandamálum að einhverju leyti af því að gríðarlegum breytingum á eðli ýmissa starfa hefur ekki fylgt endurmat á kröfum um viðveru og vinnuframlag. Viðmiðið um átta tíma viðveru í vinnu hentaði vel til að takmarka líkamlegt erfiði launþega en vinna sem krefst sköpunar og vitsmunalegrar djúpköfunar passar illa í það sniðmát. Það er nefnilega ekki víst að lögfræðingur eða forritari sem hangir í níu klukkutíma á skrifstofugólfinu skili meiri, betri og gagnlegri vinnu heldur en sá sem eyðir fjórum kraftmiklum klukkutímum á skrifstofunni en fimm á golfvellinum. Spyrjið bara Stephen King sem „vinnur“ sjaldnast lengur en til hádegis. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Sá sem er sæmilega góður að vélrita nær að skrifa að minnsta kosti fjörtíu orð á mínútu. Með einföldum útreikningi má sjá að þetta eru 2.400 orð á klukkustund og 19.200 orð á átta tíma vinnudegi—96 þúsund orð á viku. Til samanburðar þá er algengur orðafjöldi í skáldsögum í kringum 120 þúsund orð; en getur auðvitað verið mun meiri. Íslandsklukkan í enskri þýðingu er 158.720 orð. Stríð og friður er tæplega sex hundruð þúsund orð og þykir dágóður doðrantur, en engu að síður þá tæki það vinnusaman vélritara ekki nema 31 dag og tvo klukkutíma að vélrita hana.Slæpinginn Stephen King Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvort rithöfundurinn Stephen King, sem er annálaður fyrir afköst sín, eigi orðspor sitt skilið. Á lista sem ég fann á internetinu eru 47 skáldsögur sem hann hefur skrifað á fimmtíu ára ferli sínum; og samkvæmt vasareikninum mínum þá er samanlagður orðafjöldi þeirra sjö milljónir níu hundruð sjötíu og fimm þúsund tuttugu og tveir. Hann mun reyndar hafa skrifað eitthvert smælki til viðbótar en þetta er líklega uppistaðan í ævistarfi hans. Einhver myndi ætla að þetta hafi verið full vinna. En svo er líklega ekki. Ef við gefum okkur að Stephen King vinni að jafnaði fimm daga í viku og taki sér fimm vikna sumarleyfi og vinni ekki á löghelgum frídögum (hann reyndar segist vinna alla daga) þá reiknast mér til að ef hann hefði setið við skrif alla virka daga í þá átta klukkutíma sem almennt eru viðurkenndir sem rétt vinnumagn á dag—þá hefði hann ekki skrifað bara tæplega átta milljón orð á þessum fimmtíu árum; heldur ríflega 200 milljón. Með öðrum orðum þá hefur Stephen King að jafnaði skilað raunverulegum afköstum í tæplega 18 mínútur á dag—en verið eitthvað að slæpast við einhvern óþarfa það sem eftir var af deginum. Þetta eru 90 mínútur á viku.Tími til að hugsa Og ef maður eins og Stephen King skrifar sitt birtingarhæfa efni á tæplega tuttugu mínútum á dag; hvað má þá segja um ljóðskáld og höfunda fagurbókmennta? Slíkir höfundar skrifa kannski örfáar bækur á ferlinum og flestar þeirra eru eins og bæklingar að lengd í samanburði við tröllakiljur spennusagnakonungsins. Dæmið er vitaskuld fáránlegt. Engum heilvita manni myndi detta í hug að líta svo á að skynsamlegur mælikvarði á starf rithöfundar sé einungis fjöldi orða sem tekst að dæla inn á harða diskinn. Reyndar er það svo að athuganir á starfsvenjum rithöfunda gefa til kynna að flestir þeirra sitji við skrif í tvo til fjóra klukkutíma á dag; allt umfram það er fyrir flestum þeirra lítið annað en gagnslaus rembingur. Raunverulegur starfsdagur þeirra er þó mun lengri, því þeir lesa gjarnan mikið sjálfir, þeir þurfa að snurfusa og lagfæra textann sinn; og—það sem er allra mikilvægast; þeir þurfa að hugsa. Og þótt sjaldgæft sé að sú iðja sé reiknuð inn í vinnuframlag fólks—þá getur tekið langan tíma að hugsa, og þeim mun lengri eftir því sem viðfangsefnin eru flóknari eða dýpra liggur á sköpuninni. Slík hugsun er svo sannarlega verðmæt vinna þótt hún skili ekki samstundis áþreifanlegum afköstum.Vitsmunaleg erfiðisvinna Þótt einungis örsmátt brot af mannkyninu hafi lífsviðurværi sitt af listsköpun þá hefur atvinnuþróun undanfarinna áratuga verið í þá átt að sífellt fleiri störf hafa ýmsa eðliseiginleika listsköpunar. Störf sem byggjast á hvers konar sköpun—hvort sem það er forritun, fjölmiðlun, fræðistörf eða sölu-, markaðs- eða sérfræðistörf—byggjast að mjög miklu leyti á því að starfsmennirnir geti framleitt einhvers konar vitsmunalegar afurðir. Og þótt almennt sé gerð krafa um að starfsmenn í slíkum störfum hafi viðveru í hinar hefðbundnu átta klukkustundir á dag þá þarf ekki að tala við marga til þess að átta sig á því að flestir telja sig afkasta meiru á örfáum klukkustundum í kyrrð og einveru heldur en á heilu dögunum í skarkala skrifstofunnar. Þetta vita stjórnendur stofnana og fyrirtækja mætavel. Flestir þeirra hafa komið sér upp þeirri venju að vinna alla „raunverulegu vinnuna“ á kvöldin eða um helgar. Svo gera þeir flestir þá kröfu, leynt eða ljóst, að allir starfsmenn séu til taks til þess að sinna síma og tölvupósti öllum stundum, geti setið fundi og ráðstefnur flesta daga—en fari svo heim með vinnuna á kvöldin.Á gólfi eða í golfi Kannski skýrist hin umtalaða aukning á kvíða- og þunglyndisvandamálum að einhverju leyti af því að gríðarlegum breytingum á eðli ýmissa starfa hefur ekki fylgt endurmat á kröfum um viðveru og vinnuframlag. Viðmiðið um átta tíma viðveru í vinnu hentaði vel til að takmarka líkamlegt erfiði launþega en vinna sem krefst sköpunar og vitsmunalegrar djúpköfunar passar illa í það sniðmát. Það er nefnilega ekki víst að lögfræðingur eða forritari sem hangir í níu klukkutíma á skrifstofugólfinu skili meiri, betri og gagnlegri vinnu heldur en sá sem eyðir fjórum kraftmiklum klukkutímum á skrifstofunni en fimm á golfvellinum. Spyrjið bara Stephen King sem „vinnur“ sjaldnast lengur en til hádegis. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun